[go: up one dir, main page]

Fara í innihald

Alberto Sordi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Útgáfa frá 25. júní 2020 kl. 09:40 eftir Rei Momo (spjall | framlög) Útgáfa frá 25. júní 2020 kl. 09:40 eftir Rei Momo (spjall | framlög)
(breyting) ← Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Úr myndinni Un giorno in pretura (1953)

Alberto Sordi (15. júní 192024. febrúar 2003) var ítalskur leikari og leikstjóri sem er þekktastur fyrir hlutverk sín í ítölskum gamanmyndum á blómaskeiði þeirra á 6. og 7. áratug 20. aldar, ásamt Vittorio Gassman, Nino Manfredi, Ugo Tognazzi og Marcello Mastroianni. Hann sló fyrst í gegn í kvikmyndunum Hvíti furstinn (Lo sceicco bianco - 1952) og Slæpingi (I vitelloni - 1953) eftir Federico Fellini. Hann þróaði þar persónu ungs sjálfhverfs slæpingja af lágum stigum, en í síðari gamanmyndum varð hann einkum þekktur fyrir hlutverk hins dæmigerða Ítala, sem henti gaman að smáborgaraskap og staðalmyndum. Meðal annarra þekktra mynda hans eru Hermenn á heimleið (Tutti a casa - 1960), Fumo di Londra (1966) og Un borghese piccolo piccolo (1977).

Í tilefni af aldarafmæli fæðingar rómverska leikarans var kvikmyndin Permette? Alberto Sordi sýnd.

  Þetta æviágrip sem tengist kvikmyndum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.