[go: up one dir, main page]

Fara í innihald

amper

Pending
Úr Wikiorðabók, frjálsu orðabókinni

Íslenska


Fallbeyging orðsins „amper“
Eintala Fleirtala
án greinis með greini án greinis með greini
Nefnifall amper amperið amper amperin
Þolfall amper amperið amper amperin
Þágufall amperi amperinu amperum amperunum
Eignarfall ampers ampersins ampera amperanna
Önnur orð með sömu fallbeygingu

Nafnorð

amper (hvorugkyn); sterk beyging

[1] Amper (franska Ampère) er SI grunneining rafstraums, táknuð með A. Nefnd eftir franska eðlisfræðingnum André-Marie Ampère (1775-1836). Er sá rafstraumur sem jafngildir flutningi á rafhleðslunni einu kúlombi á hverri sekúndu, þ.e. 1 A = 1 C/s. Amper er skilgreint sem sá rafstraumur sem þarf í tveimur löngum og grönnum, samsíða leiðurum til að mynda kraftinn 2x10-7 njúton á milli leiðaranna á hvern lengdarmetra þeirra.

Þýðingar

Tilvísun

Amper er grein sem finna má á Wikipediu.
Íðorðabankinn321796