[go: up one dir, main page]

Vanir eru annar tveggja flokka goða í norrænni goðafræði og búa í Vanaheimum. Hinn flokkurinn eru æsir. Vanir eru mun færri og skipta minna máli en æsir og eru aðallega frjósemisgoð. Í goðafræðinni er talað um stríð milli flokkanna tveggja og er oft talið að vanatrú sé leifar eldri trúarbragða, sem urðu undir við þjóðflutninga. Þetta er einnig vegna þess að ekkert er talað um uppruna þeirra meðan góðar lýsingar eru á tilurð ása.

Helstu vanir eru sjávarguðinn Njörður og frjósemisgoðin, börn hans, Freyr og Freyja, sem voru gíslar ása eftir fyrrnefnt stríð.