[go: up one dir, main page]

Sund er íþrótt sem fellst í því að hreyfa sig með ýmsum aðferðum í vatni, án þess þó að snerta botn eða að nota vélarafl. Sjósund er stundað í stöðuvötnum, ám og sjó, en með tilkomu sundlauga var fyrst hægt að stunda sund í stöðluðu umhverfi sem var minna háð veðurfari og árstíðum.

Kona syndir bringusund.

Fólk byrjaði að keppa í sundi um árið 1830. Í fyrstu var ekki mikið um sund sem keppnisíþrótt heldur frekar sem almenna heilsubót. Eftir að fjölgun sundlauga átti sér stað fór sund að verða vinsælla í keppni og hefur tíðkast síðan. Í sundmótum er keppt í fjórum mismunandi sundaðferðum en þær eru flugsund, baksund, bringusund og skriðsund. Einnig er keppt í fjórsundi en þá er notast við allar fjórar aðferðirnar, þá er vegalengdinni deilt jafnt niður á hinar fjórar aðferðirnar. Þegar keppt er í sundi reyna keppendur að synda sem hraðast tiltekna vegalengd, en ýmsar aðrar sundíþróttir eru stundaðar. Sundknattleikur er liðakeppni þar sem keppendur bæði synda og troða marvaða. Þá er líka keppt í listsundi, sundfimi, dýfingum og hindrunarsundi. Alþjóða sundsambandið fer með yfirstjórn mótahalds í sundíþróttum um allan heim. Sund er nokkuð stór íþrótt á Íslandi og nýtur sífellt meiri vinsælda, til eru sundlið um allt land.

Ýmsar aðrar sundaðferðir eru til sem ekki er keppt í að staðaldri. Meðal þeirra eru hundasund, skólabaksund, björgunarsund og köfun.

Reglur í sundkeppnum

breyta

Í sundkeppnum verða keppendur að fylgja ýmsum reglum. Ef reglunum er ekki fylgt er keppnisfólk dæmt ógilt.

Sem dæmi má nefna:

  • Í bringusundi og flugsundi er mjög mikilvægt að báðar hendur snerti bakkann á sama tíma og í sömu hæð.
  • Í öllu sundi gildir að bannað er að draga sig áfram með línunni.
  • Það má ekki gera nein önnur sundtök en flokkast undir sundið sem keppt er í.
  • Það ber að stinga þér af stað um leið og ráshljóð er gefið. Ef keppandi stingur sér til sunds broti úr sekúndu áður er sundið talið ógilt.

Tenglar

breyta