Strumparnir
Strumparnir (áður einnig kallaðir skrýplarnir) eru bláar skáldsagnaverur sem búa inni í sveppum í skógi einhvers staðar í Evrópu. Þeir eru rúmlega 40 cm að hæð. Þeir voru upphaflega teiknaðir af belgíska teiknaranum Peyo en Hanna-Barbera Productions gerði seinna vinsæla sjónvarpsþætti um þá sem Laddi talsetti á íslensku. Ævintýri Strumpana birtust fyrst sem framhaldssögur í teiknimyndablaðinu Sval en voru jafnóðum gefnar út á bókaformi.
Strumparnir slógu í gegn í Evrópu seint á 8. áratug 20. aldar og árið 1979 tryggði Bókaútgáfan Iðunn sér útgáfuréttinn að teiknimyndasögunum en hljómplötuútgáfann Steinar rétt að vinsælli tónlist sem gefin var út á plötu. Hvorugur aðilinn vissi af hinum og voru nafngiftir því ekki samræmdar, teiknimyndapersónurnar hétu strumpar en á plötunni kölluðust þær skrýplar og söng Halli (Haraldur Sigurðsson) með þeim. Strumpanafnið varð þó ofan á þegar frá leið. Árið 2016 hóf Froskur útgáfa að gefa út Strumpabækur á nýjan leik.
Persónur
breyta- Æðsti strumpur er leiðtogi strumpana og er sá eini sem klæðist rauðu. Hann er oft í björgunarhlutverki þegar eitthvað fer úrskeiðis.
- Letistrumpur eyðir tíma sínum fyrst og fremst í að sofa.
- Gáfnastrumpur er bókaormur sem er hægri hönd Æðsta strumps og hann er gáfaðasti strumpinn í þorpinu.
- Kraftastrumur er sterkasti strumpur þorpsins og er sá eini sem hefur húðflúr.
- Smíðastrumpur er smiður þorpsins og er alltaf í vinnugalla með blýant við eyrað.
- Barnastrumpur kom til þorpsins með storki og hefur galdrahæfileika. Ekki er vitað hvort barnastrumpur sé kvenkyns eða karlkyns.
- Strympa var búin til af Kjartani til þess að búa til vandamál meðan strumpana. Hún var upphaflega brúnhærð, en Æðsti strumpur breytti henni síðar í ljóshærða.
- Ömmu strympa var fyrrum kærasta afa strumps og var lokuð í kastala í lengri tíma. Hún klæðir sig í bleikan klæðnað og á gæludýr.
- Frekju strympa er kvenkyns rauðhærður strumpur á krakkaldri. Hún var búin til á svipaðan hátt og strympa.
- Afa strumpur er afi strumpana og jafnframt sá elsti. Hann kom til þorpsins eftir 500 ára fjarveru og er sögumaður þorpsins. Hann klæðir sig í gulan klæðnað.
- Hrekkjastrumpur er hrekkjalómur þorpsins. Hann er oft með gjöf sem springur þegar hún er opnuð, en á tímabili lét hann sér nægja að kasta kökum á aðra stumpa.
Titlar
breyta- Svörtu Strumparnir (Les Schtroumpfs noirs 1963) [ísl. útg. 1979, bók 2], birtist einnig í Morgunblaðinu haustið 1979.
- Æðsti strumpur (Le Schtroumpfissime 1965) [ísl. útg. 1979, bók 1]
- Strympa (La Schtroumpfette 1967) [ísl. útg. 1979, bók 4]
- Strumparnir og eggið (L'Œuf et les Schtroumpfs 1968) [ísl. útg. 1979, bók 5]
- Strumparnir og óhræsið (Les Schtroumpfs et le Cracoucass 1969) [ísl. útg. 2016, Froskur útgáfa], birtist einnig í Dagblaðinu veturinn 1979-80.
- Geimstrumpurinn (Le Cosmoschtroumpf 1970) [ísl. útg. 2017, Froskur útgáfa]
- Galdrastrumpurinn (L'Apprenti Schtroumpf 1971 ) [ísl. útg. 1980, bók 8]
- Histoires de Schtroumpfs (1972)
- Strumpastríð (Schtroumpf vert et Vert Schtroumpf 1973 ) [ísl. útg. 1980, bók 6]
- Strumpasúpan (La Soupe aux Schtroumpfs 1976 ) [ísl. útg. 1979, bók 3]
- Olympíustrumpurinn (Les Schtroumpfs olympiques 1979 ) [ísl. útg. 1980, bók 7]
- Le Bébé Schtroumpf (1984)
- Les P'tits Schtroumpfs (1988)
- Flugstrumpurinn (L'Aéroschtroumpf 1990) [ísl. útg. 2019, Froskur útgáfa]
- L'Étrange Réveil du Schtroumpf paresseux (1991)
- Le Schtroumpf financier (1992)
- Le Schtroumpfeur de bijoux (1994)
- Docteur Schtroumpf (1996)
- Le Schtroumpf sauvage (1998)
- La Menace Schtroumpf (2000)
- On ne schtroumpfe pas le progrès (2002)
- Le Schtroumpf reporter (2003)
- Les Schtroumpfs joueurs (2005)
- Salade de Schtroumpfs (2006)
- Un enfant chez les Schtroumpfs (2007)
- Les Schtroumpfs et le Livre qui dit tout (2008)
- Schtroumpf les Bains (2009)
- La Grande Schtroumpfette (2010)
- Les Schtroumpfs et l'Arbre d'or (2011)
- Les Schtroumpfs de l'ordre (2012)
- Les Schtroumpfs à Pilulit (2013)
- Les Schtroumpfs et l'Amour Sorcier (2014)
- Schtroumpf le héros (2015)
- Les Schtroumpfs et le demi-génie (2016)
- Les Schtroumpfs et les haricots mauves (2017)