Norskur
Takk fyrir að skrá þig á frjálsa alfræðiritið. Við erum afar þakklát fyrir framlag þitt til þessa samvinnuverkefnis. Meginreglurnar eru einungis þrjár og þær eru afar einfaldar: á Wikipediu eru engar frumrannsóknir, allt er skrifað frá hlutlausu sjónarmiði og það þarf að vera hægt að staðfesta upplýsingar í öðrum heimildum.
- Ef þú hefur ekki skoðað kynninguna og nýliðanámskeiðið, þá er þetta tilvalinn tími!
- Leiðbeiningar um hvernig er best að byrja nýja síðu eru gagnlegar fyrir byrjendur. Einnig eru gagnlegar ábendingar á síðunni Að skrifa betri greinar.
- Hafðu engar áhyggjur af tæknilegum atriðum, því það er til svindlsíða.
- Handbókin er ómissandi þegar þú ert að skrifa eða breyta greinum. Þar eru einnig gagnlegir tenglar á síður með frekari leiðbeiningum.
- Í Pottinum geturðu tekið þátt í umræðum og spurt almennra spurninga og samfélagsgáttin hefur svo tengla á ýmislegt fróðlegt um aðra notendur og margt fleira sniðugt.
- Einnig er hjálpin ómissandi ef þú vilt fræðast nánar um Wikipediu.
Ég vona að þú njótir þín vel hér á íslensku Wikipediunni. Hikaðu ekki við að hafa samband við mig á spjallsíðu minni ef þú hefur einhverjar spurningar. Gangi þér vel!
--Cessator (spjall) 27. janúar 2013 kl. 13:16 (UTC)
{{#babel:is-0}}
on your user page or add more languages into your babel box.Varðandi uppsetningu á greininni um hákarl
breytaÉg sá að þú tókst út hvernig ég breytti uppsetningunni á greininni um hákarlinn og langar að benda þér á hví ég gerði þessar breytingar. Það tíðkast á wíkipedíu við líffræðigreinar að brjóta þær upp með millifyrirsögnum um helstu þætti eins og útlit, útbreiðslu, lifnaðarhætti og reyna að gæta samræmis milli allra líffræðigreina með þeim hætti. Eins að hafa sem flest greinarskil, sérstaklega í jafn langri og viðamikilli grein eins og greinin um hákarlinn er. Í öðrulagi þá er það aðalmarkmið wíkipedía að tengja allar greinar sem mest saman. Það er sem dæmi ef hákarlinn lifir á þorski að þá sé orðið þorskur tengt við greinina um þorskin og svo framvegis. Annað atriði er að forðast allar skammstafanir og því leysti ég þær allar upp og skrifaði þær að fullu. Þó er almennt haldið í skammstafanir eins og cm. Svo er það markmið að tengja greinar á milli allra wíkímedía verkefnanna ef það er möguleiki, eins og ef viðkomandi orð er til í wíkíorðabókinni, fleiri myndir á commons og svo framvegins. Svo að lokum þá eru greinar á wíkípedía ekki ritgerðir eða blaðagreinar og því hæfir ekki orðalag eins og „sem eru ekki umræða þessarar greinar“. Svona orðalag hæfir ekki alfræðigrein. Greinin er góð, það er ekki málið, en það þarf að breyta uppsetningunni á henni samkvæmt þessum ábendingum mínum. Ég breytti ekkert greininni efnislega (nema ég tók út „sem eru ekki umræða þessarar greinar.“) heldur átti bara við uppsetninguna og bætti við tenglum á wíkíorðabókina og commons. Ekki skiptir höfuðmáli hver gerir það því greinar á wíkípedía eru ekki höfundarverk heldur samstarfsverkefni en best væri að þú gerðir það þar sem þú ert nú þegar að skrifa greinina eða þá einhver gerir það seinna. Með þökk fyrir gott framlag og vonandi er ég ekki að hræða þig frá því að skrifa meira á wíkípedíu með þessum ábendingum. Bragi H (spjall) 9. október 2013 kl. 12:56 (UTC)