[go: up one dir, main page]

Milton Friedman (31. júlí 191216. nóvember 2006) var bandarískur hagfræðingur, sem hlaut Nóbelsverðlaunin í hagfræði árið 1976 og er kunnur af eindregnum stuðningi sínum við frjálshyggju. Hann er einna kunnastur Chicago-hagfræðinganna svonefndu.

Milton Friedman

Friedman fæddist í New York og var sonur fátækra gyðingjahjóna frá austurhluta Ungverjalands, sem nú er hluti Úkraínu. Hann stundaði hagfræðinám í Rutgers University og University of Chicago, þar sem hann var lærisveinn Franks H. Knights. Seinna lauk hann doktorsprófi frá Columbia University í New York. Hann var lengst hagfræðiprófessor í University of Chicago, þar sem hann hafði feikileg áhrif á nemendur sína, en frá 1977 til 2006 var hann fræðimaður í Hoover Institution í Stanford University. Friedman er einhver kunnasti og áhrifamesti hagfræðingur heims í upphafi 21. Aldar

Önnur störf og pólitík

breyta

Hann skrifaði lengi fastan dálk í vikublaðið Newsweek, þar sem hann varpaði fram fjölda róttækra hugmynda, sem allar voru þó um það, að leysa mætti mál í frjálsum viðskiptum frekar en með ríkisafskiptum. Ein hugmyndin var um að fella niður almenna herskyldu (og fóru Bandaríkjamenn um það að ráðum hans), önnur að leyfa sölu ýmissa fíkniefna, enda telur hann, að afleiðingarnar af því að banna þau séu verri en af því að leyfa þau. Friedman gerði líka árið 1980 sjónvarpsþættina Frelsi til að velja (Free to Choose), sem sýndir voru víða um heim og vöktu mikla athygli.

Hann var einn af stofnendum Mont Pèlerin Society, Mont Pèlerin samtakanna, 1947 og hafði mikil áhrif á ýmsa stjórnmálamenn, þar á meðal Margréti Thatcher í Stóra-Bretlandi og Ronald Reagan í Bandaríkjunum. Einn lærisveinn hans var þó enn umdeildari en þau Thatcher og Reagan, herforinginn Augusto Pinochet, sem var lengi einræðisherra í Chile. Pinochet kvaddi til ráðgjafar ýmsa hagfræðinga, sem höfðu stundað hagfræðinám í University of Chicago, og gerbreyttu þeir atvinnulífi landsins, seldu ríkisfyrirtæki, lækkuðu skatta og felldu niður margvíslega tollvernd. Þegar Friedman tók á móti Nóbelsverðlaununum í Stokkhólmi 1976, skipulögðu andstæðingar herforingjastjórnarinnar í Chile mótmæli. Friedman svaraði því hins vegar til, að hann hafi vissulega flutt fyrirlestra í Chile og talað þar við ráðamenn. En hann hafi flutt sömu fyrirlestra í einræðisríkinu Kína og talað þar við ráðamenn, án þess að nokkur hafi hreyft mótmælum. Boðskapur sinn sé alls staðar hinn sami, að lækka skatta, selja ríkisfyrirtæki, auka frelsi til viðskipta, víkka út eignarrétt. Hann sé hlynntur lýðræði og virðingu fyrir almennum mannréttindum, en bestu skilyrðin fyrir þessu felist í víðtæku atvinnufrelsi. Friedman kom til Íslands í ágústlok 1984 og flutti fyrirlestur undir heitinu „Í sjálfheldu sérhagsmunanna“ (The Tyranny of the Status Quo), þar sem hann sagði, að einn meginvandinn af ríkisafskiptum væri, að gróðinn af þeim dreifðist á fáa, en tapið á marga, svo að hinir fáu, sem græddu á afskiptunum, berðust harðar en hinir mörgu, sem töpuðu, og sigruðu því ósjaldan.

Kenningar

breyta

Peningamagnskenningin

breyta

Friedman stundaði einkum rannsóknir í peningamálahagfræði. Hann blés nýju lífi í hina fornu peningamagnskenningu sem kennd er við klassíska hagfræði en kenning hans er jafnan þekkt undir nafninu peningamagnshyggja. Hún segir að peningamagn sé mikilvægasti áhrifavaldur á verðlag og hagsveiflur. Verðbólga stafar samkvæmt henni af því, að peningamagn í umferð eykst hraðar en landsframleiðsla. Kenningin segir jafnframt að verðbólga sé alls staðar og að það sama gildi um peninga og aðrar vörur á markaði, ef framboðið minnkar þá hækkar verðið, sé eftirspurnin sú sama. Þess vegna er til einfalt ráð gegn verðbólgu, segir Friedman. Það er að stöðva peningaprentun og draga þannig úr framboðinu. Málið er þó miklu flóknara, eins og Friedman viðurkennir fyrstur manna, meðal annars vegna þess að erfitt er að skilgreina peningamagn í umferð og hafa fullkomna stjórn á því. En meginatriði kenningarinnar er að ríkið láti sér nægja að framleiða trausta peninga, halda uppi stöðugu verðlagi, en treysti að öðru leyti á sjálfstýringarmátt hins frjálsa markaðar. Friedman lagði til að seðlabankinn væri bundinn ákveðnum reglum um peningamagn þannig að magnið væri aukið í takt við aukna þjóðarframleiðslu og hagvöxt. Þannig lagði hann áherslu á að efnahagsstefna stjórnvalda væri bundin föstum reglum en ekki sett saman af geðþótta og einungis notuð sem gildi og viðmið.[1]

Áhersla Friedman á peningamálastefnu var talsvert á skjön við hugmyndir margra hagfræðinga á þessum tíma sem töldu að peningmálastefnur væru að miklu leyti gagnslausar við hagstjórn og töldu fjármálastefnur hins opinbera mun mikilvægari.[1]

Friedman birti fyrstu skrif sín um peningamagnshyggjuna árið 1956 í bókinni Rannsóknir á peningamagnskenningunni (e. The Quantity Theory of Money: A restatement) en það var svo árið 1963 sem peningamagnshyggjan birtist í fullri mynd þegar hann gaf út bókina Saga peningamála í Bandaríkjunum,1867-1960 (e. A Monetary History of the United States,1867-1960) ásamt Önnu Schwartz.

A Theory of the Consumption Function

breyta

Eitt af áhrifamiklu ritum Friedmans er Kenningin um neyslufallið (e. A Theory of the Consumption Function) sem kom út árið 1957. Í ritinu setti hann fram nýjar kenningar og andmælti hefðbundnum Keynesískum sjónarmiðum um heimilishaldið, sem voru ríkjandi á þessum tíma. Friedman hélt því fram að neysla einstaklingsins sé ekki einungis háð núverandi tekjum heldur hafi væntanlegt tekjustig einnig áhrif á það hvernig neytandinn mun breyta neysluútgjöldum sínum. Kenningin endurskilgreindi sambandið á milli samanlagðrar neyslu/sparnaðar og heildartekna. Friedman þróaði jafnframt hugtakið varanlegar tekjur sem eru þær tekjur sem menn búast við að hafa að jafnaði yfir ævina.

Þessi kenning hjálpaði til við að skýra til dæmis hvers vegna tímabundin skattahækkun getur ekki leitt til fyrirhugaðrar samdráttar í neyslu, í staðinn getur þessi skattahækkun verið fjármögnuð með sparnaði og neysla þannig haldist óbreytt.[2]

Eftir Friedmann liggja margar kenningar og rit. Þegar ljóst varð upp úr 1970, að hagstjórnarhugmyndir Johns Maynards Keynes skiluðu ekki góðum árangri, hlutu kenningar Friedmans óvænt brautargengi, þótt þeim hafi reitt misjafnlega af í fræðilegum umræðum eftir það.

Saga peningamála í Bandaríkjunum, 1867-1960

breyta

Saga peningamála í Bandaríkjunum 1867-1960 (e. A Monetary History of the United States,1867-1960) er bók eftir Friedman og Schwartz sem kom út árið 1963. Í bókinni setja höfundar fram ítarlega greiningu á peningamagni Bandaríkjanna allt frá lokum borgarastyrjaldarinnar til seinni hluta 20.aldar. Þau nota söguleg gögn og greiningar til að styðja kenningar um að peningastefna skipti gífurlegu máli í hagstjórn, sérstaklega þegar hagsveiflur eru miklar.[3]

Í ritinu gagnrýna þau meðal annars bandaríska seðlabankann fyrir að hafa ekki komið í veg fyrir samdrátt í peningamagni í Bandaríkjunum í kreppunni miklu og segja að orsakir hennar megi beinlínis finna í rangri peningamálastefnu seðlabankans.[4]

Útgáfa bókarinnar hafði mikil áhrif á hagfræðina en Friedman og aðrir sem fylgdu peningamagnshyggjunni, höfðu þau áhrif að peningamálastefna varð talin aðalatriði hvað varðar hagsveiflur og hagstjórn sem er ólíkt fyrri Keynesískum viðhorfum. Bókin er almennt talin vera meðal áhrifamestu hagfræði rita sem hafa verið skrifuð.[1]

Vinsælar bækur og greinar

breyta

Fræðibækur og -greinar

breyta
  • Income from Independent Professional Practice with Simon Kuznets (1945), MF’s PhD thesis
  • "Utility Analysis of Choices Involving Risk" with L. Savage, 1948, Journal of Political Economy.
  • "A Monetary and Fiscal Framework for Economic Stability", 1948, ‘’American Economic Review’‘ [in JSTOR].
  • "Some Comments on the Significance of Labor Unions for Economic Policy", 1951, in D. McC. Wright, editor, The Impact of the Union. New York: Harcourt Brace.
  • "Commodity-Reserve Currency", 1951, Journal of Political Economy
  • "The Expected-Utility Hypothesis and the Measurability of Utility", with L. Savage, 1952, Journal of Political Economy
  • The Methodology of Positive Economics (1953)
  • Essays in Positive Economics (1953)
  • "The Quantity Theory of Money: A restatement", 1956, in Friedman, editor, Studies in Quantity Theory.
  • A Theory of the Consumption Function (1957)
  • "The Supply of Money and Changes in Prices and Output", 1958, in Relationship of Prices to Economic Stability and Growth.
  • A Program for Monetary Stability (1960)
  • "The Demand for Money: Some theoretical and empirical results", 1959, ‘’Journal of Political Economy’‘ [also in JSTOR]
  • ‘’A Program for Monetary Stability’‘ (1960)
  • "The Lag in Effect of Monetary Policy", 1961, ‘’Journal of Political Economy’‘ [in JSTOR]
  • "Should There be an Independent Monetary Authority?", in L.B. Yeager, editor, In Search of a Monetary Constitution
  • Inflation: Causes and consequences, 1963.
  • A Monetary History of the United States, 1867-1960, with Anna J. Schwartz, 1963.
  • "Money and Business Cycles" with A.J. Schwartz, 1963, REStat.
  • "The Relative Stability of Monetary Velocity and the Investment Multiplier in the United States, 1898-1958", with D. Meiselman, 1963, in Stabilization Policies.
  • "A Reply to Donald Hester", with D. Meiselman, 1964, REStat
  • "Interest Rates and the Demand for Money", 1966, JlawE
  • The Balance of Payments: Free Versus Fixed Exchange Rates with Robert V. Roosa (1967)
  • "What Price Guideposts?", in G.P. Schultz, R.Z. Aliber, editors, Guidelines
  • "The Role of Monetary Policy: Presidential Address to AEA", 1968, ‘’American Economic Review’‘ [in JSTOR]
  • "Money: the Quantity Theory", 1968, IESS
  • "The Definition of Money" with Anna J. Schwartz, 1969.
  • Monetary vs. Fiscal Policy with Walter W. Heller (1969)
  • "Comment on Tobin", 1970, Quarterly Journal of Economics
  • Monetary Statistics of the United States: Sources, methods. with Anna J. Schwartz, 1970.
  • "A Theoretical Framework for Monetary Analysis", 1970, ‘’Journal of Political Economy’‘ [in JSTOR].
  • The Counter-Revolution in Monetary Theory. 1970.
  • "A Monetary Theory of National Income", 1971, Journal of Political Economy [in JSTOR]
  • "Comments on the Critics", 1974, in Gordon, Milton Friedman and his Critics.
  • Monetary Correction: A proposal for escalation clauses to reduce the cost of ending inflation, 1974
  • The Optimum Quantity of Money: And Other Essays (1976)
  • Price Theory (1976)
  • Milton Friedman in Australia, 1975 (1975)
  • Milton Friedman's Monetary Framework: A Debate with His Critics (1975)
  • "Comments on Tobin and Buiter", 1976, in J. Stein, editor, Monetarism.
  • "Inflation and Unemployment: Nobel lecture", 1977, ‘’Journal of Political Economy’‘ [in JSTOR].
  • "Interrelations between the United States and the United Kingdom, 1873-1975.", with A.J. Schwartz,, 1982, J Int Money and Finance
  • Monetary Trends in the United States and the United Kingdom: Their relations to income, prices and interest rates, 1876-1975. with Anna J. Schwartz, 1982
  • "Monetary Policy: Tactics versus strategy", 1984, in Moore, editor, To Promote Prosperity.
  • "The Case for Overhauling the Federal Reserve", 1985, Challenge
  • "Has Government Any Role in Money?" with Anna J. Schwartz, 1986, JME
  • "Quantity Theory of Money", in J. Eatwell, M. Milgate, P. Newman, editors, The New Palgrave (1998)
  • "George J. Stigler, 1911-1991: Biographical Memoir", 1998, at National Academy of Science

Gagnrýni á Friedman

breyta

Friedmann hefur verið gagnrýndur fyrir samfélagssýn sína og að hún leggi of mikla áherslu á markað og viðskipti. Hann hefur jafnframt verið gagnrýndur fyrir það að forsendur frjálshyggjunnar gangi ekki upp, einstaklingur hugsi ekki alltaf um eigin hagsmuni og að í frjálshyggjunni sé ekki falið jafnrétti heldur hafi þeir það betra sem hafa meira á milli handanna.[5]

Margir telja Friedman hafa verið hagfræðilegan vísindahyggjumann sem neitaði að ræða siðferðileg álitamál og telja enn fremur að ef litið er fram hjá þeim málum sé hætta á að sýnin á atferli mannsins verði of einföld. Gagnrýnendur Friedmans telja mikilvægt að hafa sameiginleg markmið samfélagsins að leiðarljósi en ekki sérhagsmuni einstaklinga eins hann var gjarn á.[5]

Skrif hans og Schwartz í bókinni Saga peningamála í Bandaríkjunum, 1867-1960 hafa verið mikið gagnrýnd þar sem þau kenna seðlabanka Bandaríkjana um kreppuna miklu. Paul Krugman heldur því fram að efnahagskreppan 2008 sanni það að á meðan samdrætti stendur geti seðlabanki ekki stjórnað peningamagni.[6]

Tengt efni

breyta

Gagnrýni hugmynda Friedman

breyta

Tenglar

breyta

Ævisagnarit

breyta

Greinar

breyta

Tilvísanir

breyta
  1. 1,0 1,1 1,2 „Hver var Milton Friedman og hvert var hans framlag til hagfræðinnar?“. Vísindavefurinn. Sótt 30. október 2021.
  2. „Milton Friedman | Biography & Facts“. Encyclopedia Britannica (enska). Sótt 30. október 2021.
  3. Friedman, Milton (1963). A monetary history of the United States, 1867-1960. Anna J. Schwartz. Princeton: Princeton University Press. ISBN 0-691-04147-4. OCLC 258805.
  4. Eichengreen, Barry (1992). „The Origins and Nature of the Great Slump Revisited“. The Economic History Review. 45 (2): 213–239. doi:10.2307/2597621. ISSN 0013-0117.
  5. 5,0 5,1 Eilífðarvélin : uppgjör við nýfrjálshyggjuna. Kolbeinn Stefánsson, Giorgio Baruchello. Reykjavík: Háskólaútgáfan. 2010. ISBN 978-9979-54-870-6. OCLC 694391055.
  6. „Milton Friedman“, Wikipedia (enska), 28. október 2021, sótt 30. október 2021