Jarðvangur
Jarðvangur (e. geopark) er svæði sem inniheldur merkilegar jarðminjar og kemur þeim á framfæri. Hugtakið jarðvangur er skilgreint af UNESCO - Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna.
Jarðvangar á Íslandi
breytaKatla jarðvangur
breytaKatla jarðvangur var stofnaður 19. nóvember 2010 og nær yfir sveitarfélögin Rangárþing eystra, Mýrdalshrepp og Skaftárhrepp. Jarðvangurinn fékk alþjóðlega vottun í september 2011.
Reykjanes jarðvangur
breytaReykjanes jarðvangur var stofnaður 13. nóvember 2012 og nær yfir sveitarfélögin Grindavíkurbæ, Reykjanesbæ, Sandgerðisbæ, Sveitarfélagið Garð og Sveitarfélagið Voga. Jarðvangurinn hefur sótt um alþjóðlega vottun.
Tenglar
breytaErlendir tenglar
breyta- International Network of Geoparks (UNESCO)
- European Geoparks Network Geymt 24 desember 2014 í Wayback Machine
- Asia Pacific Geoparks Network
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Jarðvangur.