Gunnar Myrdal
(Karl) Gunnar Myrdal (fæddur 6. desember 1898, í Gustafs, Dalarna, Svíþjóð, dáinn 17. maí 1987) var sænskur hagfræðingur. Hann útskrifaðist úr stjórnmálahagfræði árið 1933 frá Stokkhólmsháskóla.[1] Hann hlaut nóbelsverðlaun í hagfræði árið 1974 ásamt Friedrich August von Hayek.
Gunnar Myrdal var jafnframt stjórnmálamaður og sat árið 1934 í sænska þinginu fyrir jafnaðarmannaflokk Svíþjóðar. Þekktasta verk hans kom í kjölfarið, þegar hann var beðinn um að rannsaka vandamál svartra í Bandaríkjunum. Úr þeirri rannsóknarvinnu varð til bókin An american Dilemma: The Negro Problem and Modern Democracy. Eftir þá rannsókn sat hann í bankaráði Seðlabanka Svíþjóðar og tók síðar við stöðu forstöðumanns Efnahagsráðs Evrópu hjá Sameinuðu þjóðunum. Síðar á starfsferli sínum varð hann prófessor við háskólann í Stokkhólmi og New York háskóla.[2]
Gunnar var kvæntur Ölvu Myrdal, sem einnig var Nóbelsverðlaunahafi.
The Myth of the Negro Past
breytaBókin, The Myth of the Negro Past, var gerð að frumkvæði Carnegie Corporation árið 1938 og var unnin með stuðningi 20 háskóla. Henni var ritstýrt af Karl Gunnar Myrdal, háskólanum í Stokkhólmi og Samuel A. Stoufer, í Chigago-háskóla. Í bókinni segir að „stöðugir ættbálkar voru regla, fremur en undantekning. Réttarkerfi og aðrar tengdar stofnanir tryggðu virkni lagakerfisins.“ Bókin staðhæfir að leiðtogar þessara ættbálka hafi oftast verið sendir sem þrælar til Afríku og að í nútímanum séu hefðir svartra upprunanr frá Indíánum Ameríku.[3]
Heimildir
breyta- ↑ „(Karl) Gunnar Myrdal - Publications“. Afrit af upprunalegu geymt þann 4. janúar 2009. Sótt 19. nóvember 2010.
- ↑ Gunnar Myrdal - Biography Nobelprize.org. Skoðað þann 19. Nóvember 2010
- ↑ Allan Hulsizer. „The Myth of the Negro Past, Book review“. American Anthropologist. bls. 2 og 3.