Frumnorræna
Frumnorræna er tungumál sem var talað í Skandinavíu frá 2. öld til 8. aldar e.o.t. Frumnorræna þróaðist úr frumgermönsku. Á víkingaöld breyttist frumnorræna í fornnorrænu (eða einfaldlega „norrænu“) sem aftur greindist í norðurgermönsku málin; færeysku, íslensku, norsku, sænsku og dönsku (og mállýskur).
Einu minjar um frumnorrænu sem til eru er um 260 rúnaristur á germanska (eldra) rúnaletrinu.