[go: up one dir, main page]

Fornnorræna

Germanskt tungumál

Fornnorræna eða einfaldlega norræna[1] (áður fyrr norrœnt mál eða dǫnsk tunga) er germanskt tungumál sem talað var í Skandinavíu, Íslandi, Færeyjum, hlutum Bretlandseyja, Grænlandi, Normandí og hluta Rússlands á árunum frá því u.þ.b. 800 til 1400.

Útbreiðsla norrænu árið 900.

Í bláupphafi Heimskringlu, eftir Snorra Sturluson, er talað um danska tungu, og er þá átt við það tungumál sem síðar var farið að kalla norrænu:

Í bók þessi lét eg rita fornar frásagnir um höfðingja þá er ríki hafa haft á Norðurlöndum og á danska tungu hafa mælt, svo sem eg hefi heyrt fróða menn segja, svo og nokkurar kynkvíslir þeirra eftir því sem mér hefir kennt verið.

Breytingar

breyta
  • Í frumnorrænu lengjast sérhljóð þar sem brottfall verður á samljóðum á n, m, h, w og þ, t.d. *maþla verður að mál[2]
  • á 7. og 8. öld hverfa forskeyti sagnorða sem enn þekkjast í þýska -ge
  • á 9. öld hefjast samlaganir -nk- → -kk- , -nt--tt- og -mp--pp- í vestur-fornnorrænu (sbr enska: brink, íslenska: brekka; enska: think, íslenska: þekkja, enska: thank, íslenska: þakka, enska: kamp, íslenska: kapp, drekka, sökkva). Þessar samlaganir gerast stundum síður í austnorrænu sbr. t.d. ökkli & ekkja
  • á 7. 8. og 9. öld er brottfall á -j, -v og -w í framstöðu, úlfur, óður, Óðinn, ár, ungur, leita (gottneska wleitan), rata (gottneska wraton), reiði, rétt, rangt, rita, ull, ósk(a).[heimild vantar]

Tengt efni

breyta

Heimildir

breyta
  1. „Orðabók Háskólans“. Afrit af upprunalegu geymt þann 31. júlí 2011.
  2. Íslensk orðsifjabók bls xiv
Linguistics stub.svg   Þessi málfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.