Forseti
Forseti er titill sem æðstu menn í mörgum félagasamtökum, fyrirtækjum eða ríkjum bera. Völd forseta eru mjög misjöfn eftir ríkjum. Þar sem þingræði tíðkast eru þau yfirleitt frekar takmörkuð og embættið fyrst og fremst táknrænt en þar sem forsetaræði tíðkast eru þau mun meiri. Forsetaefni er haft um þann sem er í framboði til forseta.
Orðsifjafræði
breytaOrðið er samsett þýðing á latnesku orðunum prae (fyrir) og sedere (að sitja) og þýðir einfaldlega „sá sem er í forsæti“ og hefur upphaflega átt við þann sem fer með stjórn á fundi eða samkomu. Sú merking á enn þá við hvað varðar forseta þjóðþinga, t.d. forseta Alþingis. Nú á dögum er það þó oftar notað fyrir einhvern sem fer með framkvæmdavald af einhverju tagi.
Lýðræði og einveldi
breytaForseti er algengur titill þjóðhöfðingja í lýðveldum. Slíkir forseta geta verið kjörnir beint af þjóðinni, valdir af þingi eða kjörmannafundi. Einræðisherrar taka sér þennan titil líka oft.