Erkihertogi
Aðalstitill æðri hertogum en lægri keisurum, konungum eða furstum
(Endurbeint frá Erkihertogaynja)
Erkihertogi og erkihertogaynja eru aðalstitlar sem eru æðri hertoga en lægri en þjóðhöfðingi landsins, hvort sem hann er keisari, konungur eða fursti. Þessi titill var aðeins notaður í hinu Heilaga rómverska ríki þar sem allir meðlimir keisarafjölskyldunnar aðrir en keisarinn notuðu hann. Hann var því sambærilegur við prins í öðrum löndum. Nú nota fyrstu 73 meðlimir Habsborgara í erfðaröðinni að hásæti keisarans þennan titil þar sem það er löglegt.