[go: up one dir, main page]

Botnalönd eru þau lönd sem eru fyrir botni Miðjarðarhafs, sem er í raun austasti hluti hafsins. Í hefðbundinni merkingu í dag er átt við Palestínu, Ísrael, Jórdaníu, Sýrland og Líbanon. Þó eiga Egyptaland og Tyrkland landamæri að þessum ímyndaða botni. Botnalönd ásamt Arabíuskaga og Íran nefnast svo Mið-Austurlönd. Þetta svæði hefur í svipaðri merkingu verið nefnt Austurlönd, Palestína, Kanaansland o.fl.

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.