Bamakó
Bamakó er stærsta borg og höfuðborg Malí. Hún er staðsett við Nígerfljót í suðvesturhluta landsins. Á borgarlandinu eru góð ræktunarskilyrði vegna Nígerfljótsins og það liggur einnig vel við samgöngum og verslunarleiðum sem byggðust upp frá Vestur-Afríku til Sahara.
Bamakó | |
---|---|
Land | Malí |
Íbúafjöldi | 1.809.106 (2009) |
Flatarmál | |
Póstnúmer |
Árið 2015 var sorphirðan í borginni einkavædd með þeim afleiðingum að mengun hefur aukist til muna vegna úrgangs sem ekki er hirtur.