[go: up one dir, main page]

Alte Pinakothek (München)

Alte Pinakothek er aðalmálverkasafn borgarinnar München. Þar má finna gömul verk eftir þekkta listamenn frá Þýskalandi, Ítalíu, Niðurlöndum, Frakklandi og Spáni.

Alte Pinakothek

Saga safnsins

breyta

Upphaf safnsins má rekja til gamalla mynda í eigu kjörfurstans Vilhjálms IV á 16. öld. Seinni kjörfurstar bættu við ýmsum málverkum. Málverkin voru sett upp í hinum og þessum kastölum og voru ekki aðgengileg fyrir almúgann. Í 30 ára stríðinu tóku Svíar 21 málverk og fluttu til Svíþjóðar. Aðeins fimm þeirra var skilað aftur í tímans rás. Áfram héldu kjörfurstarnir að safna og keyptu þeir einnig fjölmörg málverk af erlendum málurum. Enn var stolið mikið af myndum þegar Napoleon var í München, en hann var einnig mikill listaverkasafnari. Aðeins 27 málverkum var skilað þegar Napoleon féll. Þegar Lúðvik I varð konungur Bæjaralands, ákvað hann að búa til safnaðstöðu þar sem hægt væri að bjóða fólki upp á að skoða útvalin málverk. Safnhúsið Alte Pinakothek var því reist 1826 að hans fyrirskipan og var það vígt 1836. Fullgert var safnið stærsta safnhús heims. Jafnframt hélt Lúðvík áfram að kaupa málverk, sérstaklega eftir þýska og ítalska meistara. Eftirmenn hans söfnuðu hins vegar litlu sem engu. Með fráfalli Lúðvíks var söfnuninni miklu lokið. Á stríðstímum 20. aldar voru myndirnar teknar niður og geymdar á öruggari staði. Safnið opnaði ekki fyrr en vel eftir heimstyrjöldina síðari (1957). Þá tókst að safna fé til enn frekari málverkakaupa fyrir tilstilli banka og stórfyrirtækja.

Málverk

breyta

Safnið á í dag fleiri þúsund málverk, en aðeins um 700 eru til sýnis í 19 stórum sölum og 47 hliðarsölum. Að neðan eru aðeins helstu málarar taldir upp.

 
Rubens og Isabella. Mynd eftir Peter Paul Rubens.
 
Madonnumynd eftir Leonardo da Vinci
 
Isabella Clara Eugenia. Mynd eftir De La Cruz

Þýskir málarar frá 14.-17. öld

breyta

Niðurlenskir málarar frá 14.-16. öld)

breyta

Hollenskir málarar frá 17. öld

breyta
  • Rembrandt van Rijn (t.d. Hin heilaga fjölskylda frá 1633, Jesús tekinn af krossinum frá 1633)
  • Frans Hals (t.d. Willem van Heythuysen frá 1625)
  • Ferdinand Bol (t.d. Fyrirmenn í vínfélagi Amsterdam frá 1659)

Belgískir málarar frá 16. og 17. öld

breyta

Ítalskir málarar frá 13.-18. öld

breyta

Franskir málarar frá 17. og 18. öld

breyta

Spænskir málarar frá 16. og 17. öld

breyta

Heimildir

breyta