27. maí
dagsetning
Apr – Maí – Jún | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 | |
2024 Allir dagar |
27. maí er 147. dagur ársins (148. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 218 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir
breyta- 308 - Marsellus 1. varð páfi.
- 1180 - Herlið Sverris Sigurðssonar vann sigur á her Magnúsar Erlingssonar Noregskonungs á Íluvöllum nálægt Niðarósi.
- 1199 - Jóhann landlausi tók við völdum í Englandi.
- 1562 - Húgenottar vanhelguðu gröf Jóhönnu af Valois og brenndu líkamsleifar hennar.
- 1660 - Svíar og Danir gerðu með sér Kaupmannahafnarsáttmálann sem batt enda á Norðurlandastríðið og Danir endurheimtu Þrándheim og Borgundarhólm.
- 1703 - Pétur mikli Rússakeisari stofnaði Sankti Pétursborg með það að markmiði að gera hana að höfuðborg.
- 1746 - Gefin var út tilskipun um húsvitjanir á Íslandi og skyldu prestar húsvitja minnst tvisvar á ári.
- 1857 - Settar voru reglur um að danskir embættismenn skyldu standast íslenskupróf til að fá stöður á Íslandi.
- 1931 - Verkalýðs- og sjómannafélag Bolungarvíkur var stofnað.
- 1962 - Sveitarstjórnarkosningar fóru fram á Íslandi.
- 1977 - Djibútí fékk sjálfstæði frá Frakklandi.
- 1981 - Fjórir menn fórust í flugslysi á Holtavörðuheiði og fannst flak vélarinnar ekki fyrr en 10. júní þrátt fyrir mikla leit.
- 1982 - Ólafur Jóhann Ólafsson lauk stúdentsprófi með hæstu einkunn sem gefin hafði verið (9,67) frá Menntaskólanum í Reykjavík.
- 1982 - Davíð Oddsson tók við starfi borgarstjóra Reykjavíkur af Agli Skúla Ingibergssyni.
- 1982 - Falklandseyjastríðið: Orrustan um Goose Green hófst.
- 1983 - Friðarhreyfing íslenskra kvenna var stofnuð í Reykjavík.
- 1983 - Hús verslunarinnar í Reykjavík var tekið í notkun.
- 1983 - Ólögleg flugeldaverksmiðja í Benton í Tennessee, sprakk í loft upp með þeim afleiðingum að ellefu létust.
- 1984 - Skyndiflóð urðu í Tulsa í Oklahóma. Fjórtán létust.
- 1984 - Svíar sigruðu Englendinga í fyrsta Evrópumótinu í knattspyrnu kvenna.
- 1986 - Tölvuleikurinn Dragon Quest kom út í Japan.
- 1987 - Yfir 800.000 manns komu sér fyrir á Golden Gate-brúnni við San Francisco til að fagna 50 ára afmæli hennar.
- 1990 - Flokkur Aung San Suu Kyi vann meirihluta í kosningum í Mjanmar en herforingjastjórnin ógilti niðurstöðuna.
- 1991 - Landsbankinn yfirtók rekstur Samvinnubankans.
- 1993 - Fimm létust og þrjú málverk eyðilögðust þegar sprengja á vegum mafíunnar sprakk við Uffizi-safnið í Flórens.
- 1996 - Samið var um vopnahlé í Fyrsta Téténíustríðinu.
- 1997 - Ný lög um fjárreiður íslenska ríkisins voru samþykkt. Þau færðu reikningsskil ríkisstofnana og ríkisins í heild nær því sem tíðkast hjá fyrirtækjum. Sama ár skilaði ríkissjóður afgangi í fyrsta sinn í mörg ár.
- 1997 - Skýstrokkur gekk yfir bæinn Jarrell í Texas með þeim afleiðingum að 27 íbúar bæjarins fórust.
- 1997 - Eric S. Raymond kynnti ritgerð sína The Cathedral and the Bazaar á Linuxráðstefnu í Þýskalandi.
- 1999 - Alþjóðlegi stríðsglæpadómstóllinn fyrir fyrrverandi Júgóslavíu sakaði Slobodan Milošević og fjóra aðra fyrir stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni vegna Kosóvóstríðsins.
- 2006 - Sveitastjórnarkosningar voru haldnar á Íslandi.
- 2006 - Jarðskjálfti af stærðargráðunni 6,3 á Richter varð á eyjunni Jövu í Indónesíu. Yfir 6000 létust, 36 þúsund slösuðust og um 1,5 milljón manns misstu heimili sín.
- 2008 - Ráðstefnan Arctic Ocean Conference var haldin í Ilulissat á Grænlandi.
- 2009 - FC Barcelona sigraði Meistaradeild Evrópu með 2-0 sigri á Manchester United.
- 2011 - Alþingi viðurkenndi Íslenskt táknmál sem fyrsta tungumál heyrnarlausra á Íslandi og að íslenskt blindraletur væri fullgilt sem íslenskt ritmál.
- 2013 - Mótmælin í Gezi-garði í Istanbúl hófust.
- 2020 – Ríkisstjórn Kína herti enn tökin á Hong Kong með nýjum þjóðaröryggislögum.
- 2022 - Fídjí tilkynnti um aðild sína að IPEF-samstarfinu gegn auknum áhrifum Kína á Kyrrahafi.
Fædd
breyta- 1332 - Ibn Khaldun, arabískur fjölfræðingur (d. 1406).
- 1626 - Vilhjálmur 2. Óraníufursti (d. 1650).
- 1636 - Þormóður Torfason, íslenskur sagnaritari (d. 1719).
- 1774 - Francis Beaufort, breskur aðmíráll og náttúruvísindamaður (d. 1857).
- 1894 - Dashiell Hammett, bandarískur rithöfundur (d. 1961).
- 1907 - Rachel Carson, bandarískur dýrafræðingur og rithöfundur (d. 1964).
- 1911 - Hubert Humphrey, bandarískur stjórnmálamaður (d. 1978).
- 1911 - Vincent Price, bandarískur leikari (d. 1993).
- 1918 - Yasuhiro Nakasone, forsætisráðherra Japans (d. 2019).
- 1919 - Andrzej Nowicki, polskur heimspekingur (d. 2011).
- 1922 - Christopher Lee, enskur leikari (d. 2015).
- 1923 - Henry Kissinger, bandarískur stjórnmálamaður og Nóbelsverðlaunahafi (d. 2023).
- 1925 - Tony Hillerman, bandarískur rithöfundur (d. 2008).
- 1944 - Christopher Dodd, bandarískur stjórnmálamaður.
- 1955 - Richard Schiff, bandarískur leikari.
- 1956 - Giuseppe Tornatore, ítalskur kvikmyndaleikstjóri.
- 1959 - Donna Strickland, kanadískur ljóseðlisfræðingur og Nóbelsverðlaunahafi.
- 1966 - Sean Kinney, trommari Alice in Chains.
- 1973:
- Alessandro Cambalhota, brasilískur knattspyrnumaður.
- Daniel da Silva, brasilískur knattspyrnumaður.
- 1977 - Atsushi Yanagisawa, japanskur knattspyrnumaður.
- 1978 - Cindy Sampson, kanadísk leikkona.
- 1988 - Birkir Bjarnason, íslenskur knattspyrnumaður.
- 1990 - Chris Colfer, bandarískur leikari.
Dáin
breyta- 366 - Procopius, grískur uppreisnarmaður (f. um 325).
- 1508 - Ludovico Sforza hertogi af Mílanó (f. 1452).
- 1564 - Jóhann Kalvín, mótmælendaguðfræðingur (f. 1509).
- 1615 - Margrét af Valois, drottning Frakklands og Navarra (f. 1553).
- 1690 - Giovanni Legrenzi, ítalskt tónskáld (f. 1626).
- 1840 - Niccolò Paganini, ítalskur fiðluleikari og tónskáld (f. 1782).
- 1884 - Vilhelm August Borgen, danskur menntafrömuður og stjórnmálamaður (f. 1801).
- 1910 - Robert Koch, þýskur læknir og Nóbelsverðlaunahafi í læknisfræði (f. 1843).
- 1936 - H.P. Hanssen, danskur stjórnmámaður (f. 1862).
- 1964 - Jawaharlal Nehru, forsætisráðherra Indlands (f. 1889).
- 1968 - Júrí Gagarín, fyrsti maðurinn sem fór út í geiminn (f. 1934).
- 1971 - Sigurður Norland, íslenskur náttúruverndarsinni (f. 1885).
- 1985 - Kai Lindberg, danskur stjórnmálamaður (f. 1899).
- 1988 - Hjördis Petterson, sænsk leikkona (f. 1908).
- 2011 - Gil Scott-Heron, bandarískur tónlistarmaður (f. 1949).
- 2014 - Inga Huld Hákonardóttir, íslenskur sagnfræðingur (f. 1936).
- 2015 - Michael Martin, bandarískur heimspekingur (f. 1932).
- 2020 - Alfreð Þorsteinsson, íslenskur stjórnmálamaður og blaðamaður (f. 1944).
- 2021 - Poul Schlüter, fyrrum forsætisráðherra Danmerkur (f. 1929).