8. desember
dagsetning
Nóv – Desember – Jan | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 | ||||
2024 Allir dagar |
8. desember er 342. dagur ársins (343. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 23 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir
breyta- 1590 - Gregoríus 14. (Niccolò Sfondrati) var kjörinn páfi.
- 1609 - Fyrsti lessalur bókasafnsins Biblioteca Ambrosiana í Mílanó opnaði almenningi.
- 1632 - Fréttir af falli Gústafs Adolfs bárust til Svíþjóðar og sex ára dóttir hans Kristín var gerð drottning undir forsjá Axels Oxenstierna.
- 1936 - Listaverkabúð var opnuð í Reykjavík og seldi verk eftir marga af þekktustu listamönnum á Íslandi.
- 1941 - Helförin: Gasbílar voru fyrst notaðir við aftökur, við Chelmno útrýmingarbúðirnar nálægt Łódź í Póllandi.
- 1953 - Dwight D. Eisenhower, forseti Bandaríkjanna, hélt margrómaða ræðu um ágæti kjarnorkunnar (Atoms for peace-ræðan).
- 1966 - Gríska ferjan Heraklion sökk í stormi í Eyjahafi, um 200 létust.
- 1971 - Undirritað var samkomulag um stjórnmálasamband á milli Íslands og Kína. Ári síðar opnuðu Kínverjar sendiráð í Reykjavík.
- 1972 - Sameinuðu þjóðirnar lýstu þennan dag alþjóðlegan dag mannréttinda.
- 1974 - Grískir kjósendur höfnuðu því að taka aftur upp konungsveldi.
- 1975 - Borgarastyrjöldin í Líbanon: Kristnir og íslamskir herflokkar hertóku hótel og aðrar háar byggingar til að skjóta frá eldflaugum og fallbyssuskotum.
- 1976 - Hljómplata Eagles, Hotel California, kom út.
- 1980 - John Lennon var skotinn til bana af Mark David Chapman fyrir utan heimili sitt í New York-borg.
- 1985 - Samtök um svæðisbundna samvinnu Suður-Asíuríkja voru stofnuð.
- 1987 - Stofnuð voru samtökin Ný dögun um sorg og sorgarviðbrögð.
- 1987 - Samningur um útrýmingu skammdrægra eldflauga á landi var undirritaður af Ronald Reagan og Mikhaíl Gorbatsjev í Hvíta húsinu í Washington.
- 1987 - Fyrsta palestínska uppreisnin gegn hernámi Ísraelshers á Vesturbakkanum og Gasaströndinni hófst.
- 1991 - Leiðtogar Rússlands, Hvíta-Rússlands og Úkraínu stofnuðu Samveldi sjálfstæðra ríkja.
- 1991 - Rúmenar samþykktu nýja stjórnarskrá í þjóðaratkvæðagreiðslu.
- 1994 - Eldsvoðinn í Karamay: 324 létu lífið í eldsvoða í kvikmyndahúsi í Karamay í Kína.
- 1995 - Carl Bildt var skipaður sáttasemjari Evrópusambandsins í fyrrum Júgóslavíu.
- 1998 - 81 manns voru myrtir í Tadjena-fjöldamorðunum í Alsír.
- 2004 - Nathan Gale skaut gítarleikara Pantera, Dimebag Darrell, ásamt fjórum öðrum til bana á tónleikum í Columbus, Ohio.
- 2006 - Leikjatölvan Wii kom út í Evrópu.
- 2008 - Hópur mótmælenda, Nímenningarnir, freistaði þess að komast á palla Alþingis en voru handtekin og í kjölfarið kærð fyrir árás á Alþingi.
- 2009 - Framtakssjóður Íslands var stofnaður.
- 2009 - 127 létust og 448 slösuðust í röð hryðjuverkaárása í Bagdad.
- 2012 - Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna samþykkti að framlengja gildistíma Kýótóbókunarinnar til ársins 2020.
- 2015 - Fagnaðarhátíð miskunnar var sett af Frans páfa.
- 2017 - 15 friðargæsluliðar MONUSCO létust í átökum í Austur-Kongó.
- 2020 - Nepal og Kína náðu formlegu samkomulagi um hæð Everestfjalls, 8.848,86 metrar.
- 2021 – Olaf Scholz tók við embætti kanslara Þýskalands. Angela Merkel lét af embætti eftir sextán ára valdatíð.
Fædd
breyta- 65 f.Kr. - Hóratíus, rómverskt skáld (d. 8 f.Kr.).
- 1542 - María Skotadrottning (d. 1587).
- 1626 - Kristín Svíadrottning (d. 1689).
- 1708 - Frans 1., keisari Hins heilaga rómverska ríkis (d. 1765).
- 1790 - Augustus Meineke, þýskur fornfræðingur (d. 1870).
- 1817 - C. E. Frijs, danskur forsætisráðherra (d. 1896).
- 1832 - Bjørnstjerne Bjørnson, norskur rithöfundur (d. 1910).
- 1861 - Georges Méliès, franskur kvikmyndaleikstjóri (d. 1938).
- 1865 - Jean Sibelius, finnskt tónskáld (d. 1957).
- 1886 - Diego Rivera, mexikanskur listmalari (d. 1957).
- 1900 - Ants Oras, eistneskur rithöfundur (d. 1982).
- 1925 - Arnaldo Forlani, ítalskur stjórnmálamaður.
- 1925 - Sammy Davis Jr., söngvari og meðlimur hins þekkta "Rat Pack" (d. 1990).
- 1927 - Niklas Luhmann, þýskur félagsfræðingur (d. 1998).
- 1928 - Ulric Neisser, bandarískur sálfræðingur.
- 1936 - David Carradine, bandarískur leikari (d. 2009).
- 1939 - James Galway, irskur flautuleikari.
- 1943 - Jim Morrison, söngvari í The Doors (d. 1971).
- 1945 - John Banville, írskur rithöfundur.
- 1945 - Páll Skúlason, heimspekingur og háskólarektor (d. 2015).
- 1946 - Baldur Guðlaugsson, íslenskur hæstaréttarlögmaður.
- 1951 - Bill Bryson, bandarískur rithöfundur.
- 1953 - Kim Basinger, bandarísk leikkona
- 1960 - Sólveig Anspach, íslensk-franskur kvikmyndaleikstjóri (d. 2015).
- 1964 - Teri Hatcher, bandarísk leikkona
- 1966 - Sinéad O'Connor, írsk söngkona.
- 1966 - Les Ferdinand, enskur knattspyrnumaður.
- 1974 - Björn Hlynur Haraldsson, íslenskur leikari.
- 1982 - Stefán Kristjánsson, íslenskur skákmeistari (d. 2018).
- 1982 - Nicki Minaj, trínidadískur rappari.
- 1985 - Dwight Howard, bandarískur körfuknattleiksmaður.
- 1994 - Raheem Sterling, enskur knattspyrnumaður.
- 1996 - Scott McTominay, ensk-skoskur knattspyrnumaður.
- 1998 - Maximilian Eggestein, þýskur knattspyrnumaður.
Dáin
breyta- 1520 - Gottskálk Nikulásson „grimmi“, Hólabiskup.
- 1691 - Richard Baxter, enskur guðfræðingur (f. 1615).
- 1709 - Thomas Corneille, franskt leikskáld (f. 1625).
- 1889 - Páll Jónsson í Viðvík, íslenskur prestur (f. 1812).
- 1903 - Herbert Spencer, enskur félagsfræðingur (f. 1820).
- 1907 - Óskar 2. Svíakonungur (f. 1829).
- 1928 - Magnús Kristjánsson, íslenskur stjórnmálamaður (f. 1862).
- 1956 - Arreboe Clausen, íslenskur knattspyrnumaður (f. 1892).
- 1959 - Jack Binns, breskur loftskeytamaður (f. 1884).
- 1978 - Golda Meir, fyrrum forsætisráðherra Ísraels (f. 1898).
- 1980 - John Lennon var skotinn fyrir utan Dakota-bygginguna í New York-borg (f. 1940).
- 1981 - Ferruccio Parri, ítalskur stjórnmálamaður (f. 1890).
- 2009 - Tavo Burat, ítalskur stjórnmálamaður (f. 1932).
- 2016 - John Glenn, bandarískur geimfari og stjórnmálamaður (f. 1921).