4. október
dagsetning
Sep – Október – Nóv | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 | 31 | ||
2024 Allir dagar |
4. október er 277. dagur ársins (278. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 88 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir
breyta- 1190 - Ríkharður ljónshjarta hótaði Tancred af Sikiley stríði til að þvinga hann til að afhenda arf systur Ríkharðs, Jóhönnu Sikileyjardrottningar, og hertók Messína.
- 1208 - Ottó 4. var krýndur keisari hins Heilaga rómverska ríkis.
- 1562 - Jóhann hertogi, síðar Svíakonungur, gekk að eiga pólsku prinsessuna Katarínu Jagellonica.
- 1582 - Gregoríus 13. páfi, innleiddi gregoríska tímatalið. Á Ítalíu og Spáni, í Portúgal og Póllandi var næsti dagur á eftir 15. október á þessu ári.
- 1799 - Sveinn Pálsson var skipaður fjórðungslæknir í Sunnlendingafjórðungi.
- 1908 - Þórhallur Bjarnason var vígður biskup Íslands. Hann var áður forstöðumaður Prestaskólans.
- 1911 - Kennsla hófst í Háskóla Íslands.
- 1939 - Þjóðviljinn birti ásakanir á hendur ráðherrum um að hafa viðað að sér kolum á skömmtunartímum. Ritstjórar blaðsins voru síðar dæmdir fyrir meiðyrði.
- 1957 - Sovétmenn skutu geimfarinu Spútnik 1 á loft.
- 1958 - Fjórða franska lýðveldið var formlega leyst upp með þjóðaratkvæðagreiðslu.
- 1964 - Hraðbrautin Autostrada del Sole milli Mílanó og Napólí var vígð.
- 1966 - Lesótó fékk sjálfstæði frá Bretlandi.
- 1970 - Rauðsokkahreyfingin var stofnuð á Íslandi.
- 1975 - Fjölbrautaskólinn í Breiðholti hóf starfsemi sína.
- 1983 - Breski athafnamaðurinn Richard Noble setti hraðamet á landi þegar hann ók eldflaugarknúna bílnum Thrust2 1.019,468 km/klst í Nevadaeyðimörkinni.
- 1984 - Allsherjarverkfall BSRB hófst og stóð til 30. október. Áhrif þess voru víðtæk, meðal annars voru skólar lokaðir, strætisvagnar gengu ekki og Ríkisútvarpið sendi lítið sem ekkert út.
- 1985 - Frjálsa hugbúnaðarstofnunin var stofnuð í Bandaríkjunum.
- 1990 - Moroátökin: Uppreisnarmenn náðu tveimur herstöðvum á Mindanaó á Filippseyjum á sitt vald.
- 1991 - Carl Bildt varð forsætisráðherra Svíþjóðar.
- 1992 - Sextán ára langri borgarastyrjöld í Mósambík lauk með undirritun friðarsamnings í Róm.
- 1992 - 50 létust þegar El Al flug 1862 hrapaði á fjölbýlishús í Amsterdam.
- 1993 - Stjórnarskrárkreppan í Rússlandi náði hámarki þegar rússneskir hermenn rýmdu Hvíta húsið í Moskvu með valdi.
- 1994 - Breski dægurlagasöngvarinn Donovan skemmti í Þjóðleikhúskjallaranum.
- 1995 - Frakkar sendu herlið til að handtaka málaliðann Bob Denard sem framið hafði valdarán á Kómoreyjum.
- 2001 - 78 létust þegar Siberia Airlines flug 1812 fórst á leið frá Tel Aviv til Novosibirsk.
- 2002 - Bandaríski tóbaksframleiðandinn Philip Morris var dæmdur til að greiða ekkju krabbameinssjúklings bætur.
- 2003 - Sjálfsmorðssprengjumaður myrti 19 á bar í Haífa í Ísrael.
- 2004 - Bandaríska geimfarið SpaceShipOne hlaut Ansari X-verðlaunin þegar þau voru veitt í fyrsta sinn.
- 2011 - Um hundrað manns létust þegar bílsprengja sprakk í Mógadisjú.
- 2011 - Yfir 200 fórust vegna flóða í ánni Mekong í Kambódíu.
- 2015 - 100 létust í sjálfsmorðssprengjuárás sem gerð var á friðargöngu í Ankara í Tyrklandi.
- 2016 - Fellibylurinn Matthew gekk á land á Haítí þar sem hann olli miklu tjóni og 546 dauðsföllum.
Fædd
breyta- 1159 - Ottaviano de Moniticello var skipaður Viktor 4. mótpáfi.
- 1160 - Alísa af Frakklandi (d. um 1220).
- 1268 - Eiríkur Magnússon prestahatari Noregskonungur (d. 1299).
- 1289 - Loðvík 10. Frakkakonungur (d. 1316).
- 1379 - Hinrik 3., konungur Kastilíu og León (d. 1406).
- 1550 - Karl 9. Svíakonungur (d. 1611).
- 1562 - Christian Sørensen Longomontanus, danskur stjörnufræðingur (d. 1647).
- 1626 - Richard Cromwell, lávarður Englands, Írlands og Skotlands (d. 1712).
- 1787 - François Guizot, franskur stjórnmálamaður (d. 1874).
- 1819 - Francesco Crispi, ítalskur stjórnmálamaður (d. 1901).
- 1822 - Rutherford B. Hayes, forseti Bandaríkjanna (d. 1893).
- 1880 - Damon Runyon, bandarískur rithöfundur (d. 1946).
- 1880 - Egill Jacobsen, danskur kaupmaður (d. 1926).
- 1886 - Maggi Júlíusson Magnús, íslenskur læknir (d. 1941).
- 1892 - Engelbert Dollfuss, kanslari Austurríkis (d. 1934).
- 1895 - Buster Keaton, bandarískur leikari (d. 1966).
- 1910 - Guðmundur Daníelsson, íslenskur rithöfundur (d. 1990).
- 1921 - Shin Kyuk-ho, suðurkóreskur kaupsýslumaður (d. 2020).
- 1923 - Charlton Heston, bandarískur leikari (d. 2008).
- 1930 - Svava Jakobsdóttir, alþingiskona og rithöfundur (d. 2004).
- 1931 - Richard Rorty, bandarískur heimspekingur (d. 2007).
- 1931 - Jón Helgason, bóndi í Seglbúðum í Landbroti og ráðherra.
- 1941 - Anne Rice, bandarískur rithöfundur (d. 2021).
- 1942 - Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra Íslands.
- 1946 - Susan Sarandon, bandarísk leikkona.
- 1951 - Kjartan Gunnarsson, íslenskur lögfræðingur.
- 1965 - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, alþingiskona og menntamálaráðherra.
- 1969 - Róbert Wessman, íslenskur athafnamaður.
- 1973 - Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra Íslands.
- 1976 - Mauro Camoranesi, ítalskur knattspyrnumadur.
- 1977 - Stefán Hallur Stefánsson, íslenskur leikari.
- 1980 - Tomas Rosicky, tékkneskur knattspyrnumaður.
- 1981 - Friðrik Ómar Hjörleifsson, íslenskur söngvari.
- 1984 - Elena Katina, rússnesk söngkona.
- 1988 - Derrick Rose, bandarískur körfuknattleiksmaður.
- 1990 - Wellington Rocha, brasilískur knattspyrnumaður.
Dáin
breyta- 1305 - Kameyama, Japanskeisari (f. 1249).
- 1747 - Amaro Pargo, spænskur sjóræningi (f. 1678).
- 1669 - Rembrandt, hollenskur listmálari (f. 1606).
- 1805 - Bjarni Bjarnason, einn morðingjanna á Sjöundá (f. 1761).
- 1890 - Catherine Booth, stofnandi Hjálpræðishersins (f. 1829).
- 1915 - Karl Staaff, sænskur stjórnmálamaður (f. 1860).
- 1947 - Max Planck, þýskur eðlisfræðingur (f. 1858).
- 1970 - Árni Pálsson, íslenskur verkfræðingur (f. 1897).
- 1970 - Janis Joplin, bandarísk söngkona (f. 1943).
- 1989 - Secretariat, bandarískur veðhlaupahestur (f. 1970).
- 1997 - Gunpei Yokoi, japanskur tölvuleikjahönnuður (f. 1941).
- 2010 - Norman Wisdom, breskur leikari og grínisti (f. 1915).
- 2014 - Jean-Claude Duvalier, haítískur stjórnmálamaður (f. 1951).