[go: up one dir, main page]

Flýtileið:
WB:UM

Wikibækur er safn frjálsra kennslubóka. Vefurinn er wiki-vefur, sem þýðir að hver sem er, þar á meðal þú, getur tekið þátt í að skrifa hvaða bók sem er núna með því að smella á Breyta flipann efst á hverri síðu.

Verkefnið er enn lítið vöxtum en við vonum að það vaxi og dafni eins og systurverkefnin með Wikipediu í broddi fylkingar.

Wikibókaverkefnið á ensku var sett á laggirnar þann 10. júlí 2003. Íslenska verkefnið var sett á laggirnar 18. september 2004. Í dag eru 509 síður í vinnslu.

Allt efni Wikibóka fellur undir GNU frjálsa handbókaleyfið. Höfundar halda sæmdarrétti sínum en leyfið tryggir að allar útgáfur sem eru vistaðar á Wikibókum verða ávallt frjálsar til dreifingar og öllum frjálst að afrita þær. Sjá Wikibooks:Höfundarréttur.

Hvað á heima hér og hvað ekki?

Efni sem á heima hér:

  1. Kennsluefni — bækur sem nota má við kennslu á hinum ýmsu sviðum, t.d. kennsla í eðlisfræði
  2. Handbækur — bækur sem kenna hvernig má gera hina ýmsu hluti, t.d. matreiðslu
  3. Skýringarefni — bækur sem innihalda ítarefni og skýringar fyrir aðrar bækur — t.d. skýringarefni fyrir ritið Ríkið eftir Platon.

Efni sem á ekki heima hér:

  1. Skáldsögur — skáldverk eftir notendur
  2. Frumrannsóknir — bækur sem innihalda kenningar eða rannsóknir eftir notendur
  3. Alfræðiefni — til þess er Wikipedia.
  4. Ritskoðað efni ætlað börnum — bækurnar hér mega að sjálfsögðu vera ætlaðar börnum, en annað efni sem er þess eðlis að geta sært blygðunarkennd barna (bækur um stríð eða kynlíf) verður ekki ritskoðað sérstaklega.

Meira um Wikibækur

Að vafra um Wikibækur

Legðu þitt af mörkum

Samfélagið