Yfirlýsing um réttindi frumbyggja
Útlit
Yfirlýsing um réttindi frumbyggja er réttindayfirlýsing sem var samþykkt af Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 13. september 2007. Yfirlýsingin kveður á um ýmis réttindi frumbyggja eins og réttinn til að varðveita náttúrulegt umhverfi sem þeir byggja afkomu sína á og réttinn til að verja menningararf sinn. Yfirlýsingin fjallar bæði um einstaklingsréttindi og sameiginleg réttindi. Hún setur fram ákveðnar meginreglur eins og sjálfsákvörðunarrétt frumbyggja í eigin málum og skilyrðið um frjálst og fyrirfram upplýst samþykki.
Yfirlýsingin er ekki lagalega bindandi fyrir þau ríki sem hafa samþykkt hana.
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]- Texti yfirlýsingarinnar (á ensku) Geymt 14 janúar 2012 í Wayback Machine