Um eðli guðanna
Útlit
Um eðli guðanna (latína: De Natura Deorum) er rit um trúarheimspeki í þremur bókum eftir rómverska stjórnmálamanninn, heimspekinginn og rithöfundinn Marcus Tullius Cicero. Ritið var samið árið 45 f.Kr. og fjallar einkum um kenningar epikúringa og stóuspekinnar
Í ritinu er meðal annars fjallað um líkindi og er sú umræða uppsprettan að kenningunni um apann og ritvélina, sem kveður á um að ef api slær á lykklana á ritvél í óendanlega langan tíma muni hann á endanum skrifa hvaða texta sem er (til dæmis Njálu). Í Um eðli guðanna er því haldið fram að ef fjöldi handahófskenndra atburða er nægilega mikill sé hægt að finna mikla reglu í óreiðunni. Hugmyndina má rekja aftur til Frumspekinnar eftir gríska heimspekinginn Aristóteles.
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]Á Wikiheimild er að finna texta sem tengist
- Um eðli guðanna (á latínu)
Þessi fornfræðigrein sem tengist heimspeki og bókmenntum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.