[go: up one dir, main page]

Fara í innihald

Tilskipun

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Tilskipun, eða forsetatilskipun á Íslandi, eru bindandi fyrirmæli af hálfu þjóðhöfðingja, oft forseta eða konungs. Í sumum löndum hefur heitið neikvæða tengingu í alræðistilburði í daglegu máli. Tilskipun getur einnig átt við tilskipanir Evrópusambandsins (e. directive), sem eru bindandi fyrir aðildarríkin en gefur þeim eftir hvernig skal framfylgja þeim. Þannig að ríkin geti tekið tillit til séraðstæðna hjá sér. Tilskipanir ber að innleiða í landsrétt ólíkt reglugerðum bandalagsins sem hvorki á, né má innleiða í landsrétt. Tilskipanir geta myndað bein réttaráhrif fyrir þegna bandalagsríkjanna.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.