[go: up one dir, main page]

Fara í innihald

Tilfinningarokk

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Tilfinningarokk (e. emo rock) er tónlistarstefna sem einkennist af tilfinningaþrungnum textum, samansett úr harðkjarnapönki og hefðbundnu rokki. Leitað er inn á við í textum og fjallað um sálarflækjur einstaklingsins fremur en heimspólitík. Á 10. áratugnum varð þessi stefna mjög algeng og vinsæl með mikilli hjálp plötufyrirtækja. Í kjölfarið kom nýtt tískufyrirbæri, „emo“. Auknar vinsældir fylgdu aldamótunum, bæði tónlistarinnar og tískunnar. Samt sem áður er orðið „emo“ notað aðallega í neikvæðri merkingu en fatastíll og lífsstíll „emo“-fólks hefur aðallega haft þau áhrif.

Saga stefnunnar

[breyta | breyta frumkóða]

Níundi áratugurinn og byrjun tíunda áratugarins

[breyta | breyta frumkóða]

Tilfinningarokk þróaðist út frá harðkjarnapönki og amerísku rokki snemma á níunda áratugnum í Washington DC. Þá snerist tónlistin mikið um samfélagið og pólitík en Ian MacKaye sneri þessari tónlist meira í persónulega átt. Ian var meðal annars í hljómsveitinni Minor Threat.

Aðrar stórar harðkjarnapönk hljómsveitir á þessum tíma voru meðal annars Black Flag, Wasted Youth, Bad Religion og Rites of Spring en sú hljómsveit byrjaði árið 1984 og fór enn lengra með þróunina. Rites Of Spring er talin vera fyrsta tilfinningarokkshljómsveit tónlistarsögunnar. Sama ár gaf hljómsveitin Hüsker Dü út sína aðra plötu Zen Arcade. Þessi plata einkenntist af trylltum, áköfum söng og flóknari, melódískum textum en þessir nýju textar túlkuðu frekar rómantík og ást, nostalgíu og örvæntingu.

Mið-tíundi áratugurinn

[breyta | breyta frumkóða]

Á þessum tíma byrjuðu plötufyrirtækin að sjá mögulegt tækifæri til að græða á þessari tiltölulega nýju tónlist. Fleiri tilfinningarokkshljómsveitir fengu plötusamning og gáfu út hverja plötuna á fætur annarri. Með aukinni athygli plötufyrirtækja jukust sífellt vinsældir stefnunnar og sömuleiðis tilfinningarokkstískunnar.

Árið 1992 skaust hljómsveitin Nirvana upp á toppinn með plötunni sinni Nevermind. Hljómsveitin seldi 10 milljón eintök á innan við ári frá útgáfu. Nirvana gaf plötufyritækjum og bílskúrsböndum allstaðar von um að verða næst á toppnum. Tónlistargagnrýnendur um allt land töluðu um leitina af næsta Nirvana.

Þeir fundu það sem þeir höfðu leitað af í Seattle. Þar kom saman hljómsveitin Sunny Day Real Estate. Þessi hljómsveit gaf út sína fyrstu plötu árið 1994 og átti mikilvægan þátt í þróun tilfinningarokksins, þeir tengdu mjög vel við aðdáendur sína. Tilfinningarokkið hafði haldið sig neðanjarðar fram yfir tíunda áratuginn en nú loks fór stefnan fyrst að fara út fyrir harðkjarnapönk samfélagið.

Á sama tíma voru hljómsveitir frá Suður-Kaliforníu að þróa nýja stefnu út frá tilfinningarokki. Þessar hljómsveitir voru Drive Like Jehu, Saetia og Swing Kids. Stefnan sem hófst þá er kölluð „screamo“. Þessi stefna er mjög svipuð tilfinningarokkinu en aðal munurinn er sá að söngvari í „screamo“-hljómsveit notar mjög oft öskur í stað söngs. Þaðan kemur nafnið á stefnunni (emo , scream).

Lok tíunda áratugarins til aldamóta

[breyta | breyta frumkóða]

Plötufyrirtækin vildu nú mikið græða á tilfinningarokkinu en flestar hljómsveitir hættu áður en þær urðu það stórar og vinsælar. Árið 1997 gaf plötufyrirtæki út nokkra diska frá hljómsveitum eins og Jimmy Eat World, sem svo seinna fór til Dreamworks Records. Jimmy Eat World varð ein af fyrstu tilfinningarokkshljómsveitunum til að verða stór og vinsæl og fá platínu.

Í kjölfarið fylgdu fleiri hljómsveitir, eins og Saves The Day sem seinna spilaði með Blink-182. Nú kom „screamo“-tónlistarstefnan með endurkomu en það er nú þekkt sem „contemporary screamo“ eða nútímascreamo. Flestir voru þetta krakkar sem ekki voru þegar „screamo“-tónlistarstefnan byrjaði. Nútíma tilfinningarokk er oft blandað saman af „screamo“ og léttu sjálfstæðu rokki. Þar á meðal má nefna hljómsveitir á borð við Thursday, Underoath og Silverstein.

Eftir aldamót

[breyta | breyta frumkóða]

Eftir aldamótin 2000 var tilfinninngarokk orðið mjög vinsælt og stórar hljómsveitir byrjuðu að herma eftir útliti tilfinningarokkshljómsveita. Deilt er um það hvort þessar hljómsveitir hafi byggt tónlist sína á fyrri tilfinningarokkstónlist en þeirra hljómur samanstóð meira af sjálfstæðu popp pönki heldur en þessu klassíska öfluga hljóði sem tilfinningarokkshljómsveitir á fyrri árum einkenndust af. Samt sem áður er þessi nýi hljómur þekktur sem tilfinningarokkstónlist í dag enda þekkja hlustendur lítið til upprunalegu tónlistarinnar.

Flestar hljómsveitir sem byrjuðu snemma á 20. öldinni er enn starfandi í dag og eru vel þekktar meðal tilfinningarokks aðdáenda. Sem dæmi má nefna Taking Back Sunday, Brand New, Death Cab For Cutie, My Chemical Romance og margar fleiri.

Undirstefnur

[breyta | breyta frumkóða]

„Screamo“ kemur aðallega tilfinningarokki en fær strekan innblástur frá harðkjarnapönki. Þessi stefna byrjaði á Ché Café árið 1991.

Týpísk „screamo“ hljómsveit notar hefðbundinn rokk hljóðfæraleik en stefnan er þekkt fyrir öskur í stað söngs og afar kaótískan flutning. Þessi öskur eru þó ekki notuð allt lagið heldur aðeins á ákveðnum tímapunktum til þess að setja áherslur. Textagerðin er frekar svipuð og í tilfinningarokkinu en textarnir snúast einna helst um tilfinningar, sársauka, rómantík, feminisma, pólitík og mannréttindi.

Fyrstu plötufyrirtækin til þess að gefa út „screamo“-plötur voru Gravity Records og Ebullition Records. Þessi stíll fór þá að dreifast og í Seattle kom fram hljómsveitin The Blood Brothers, á Austurströndinni komu hljómsveitirnar Orchid, Hot Cross, Circle Takes The Square, Pg. 99, Ampere og City Of Caterpillar og frá Kanada kom hljómsveitin Alexisonfire. Þessar hljómsveitir tóku mikinn þátt í þróun stefnunnar.

Hugtakið „screamo“ byrjaði að birtast í fjölmiðlum og um miðja tuttugustu öldina fóru margar hljómsveitanna að stækka og urðu mjög vinsælar. Hljómsveitir eins og Thursday, Alexisonfire, Silverstein, Poison The Well og The Used juku vinsældir tónlistarstefnunnar. Lög hljómsveita á borð við Hawthorne Heights, Story Of The Year, Underoath og Alexisonfire voru mikið spiluð á MTV og komu hljómsveitirnar „contemporary screamo“ eða nútímascreamo stefnunni meira á framfæri.

Meðal annarra hljómsveita í Bandaríkjunum sem voru að gera góða hluti eru Comrade, Off Minor, A Mola Mola, Men As Trees, Senses Fail og Vendetta Red. Í Evrópu eru það svo hljómsveitirnar Funeral For a Friend, Amanda Woodward, Louise Cyphre, Le Pré Oú Je Suis Mort, La Quiete og Raein sem juku vinsældir sínar.

Í kringum árið 2005 þróaðist ný stefna út frá tilfinningarokki og popp-pönki. Stefnan varð mjög vinsæl og átti plötufyrirtækið Fueled By Ramen stóran þátt í því. Fyrirtækið gaf út plötur frá meðal annars Fall Out Boy, Panic! At The Disco, The Red Jumpsuit Apparatus og Paramore.

Hljómsveitin Fall Out Boy gaf út sína aðra plötu, From Under The Cork Tree, árið 2005 og urðu lögin Sugar We're Going Down og Dance, Dance mjög vinsæl. Fall Out Boy voru fyrst í harðjkarnapönkstefnunni í Chigaco en þróuðust út í emopopp.

Hljómsveitin Panic! At the Disco skrifaði undir samning hjá plötufyrirtækinu Decaydance árið 2005 en það var svokallað „undirútgáfufyrirtæki“ hjá Fueled By Ramen. Bassaleikari Fall Out Boy, Pete Wentz, er stofnandi plötufyrirtækisins og gerði hann mikið í því að auglýsa Panic! At The Disco. Allt frá því að vera í hljómsveitarbolum merktum Panic! At The Disco og að tala um þá í viðtölum. Hljómsveitin gaf þá út plötuna A Fever You Can't Sweat Out sem innihélt lagið I Write Sins, Not Tragedies en það lag varð strax mjög vinsælt og Panic! At The Disco var valið tónlistarmyndband ársins á MTV Video Music Awards árið 2006.

Hljómsveitin The All-American Rejects gaf út sína aðra plötu, Move Along, árið 2005. Lögin Dirty Little Secret, Move Along og It Ends Tonight urðu mjög vinsæl.

Hljómsveitin My Chemical Romance gaf út sína þriðju plötu, The Black Parade, og naut hún svipaðra vinsælda og platan Move Along. Það sama má segja um Avril Lavigne en hún gaf út sína þriðju plötu, The Best Damn Thing árið 2007. Platan innihélt meðal annars lagið Girlfriend sem var númer 1 á bandaríska Billboard 200 listanum og valið eitt af vinsælustu lögum árið 2007. Lagið er einnig árangursmesta popp-pönk / emo-popp lag áratugarins. Platan var talin mest selda popp-pönk / emo-popp albúmið árið 2007 og númer tvö yfir áratuginn á eftir Green Day plötunni American Idiot.

Árið 2008 gaf hljómsveitin The All-American Rejects út plötuna Gives You Hell sem vann fjórum sinnum „multi-platínu“. Hljómsveitin Panic! At The Disco ákvað að fara aðra leið seint á tuttugustu öldinni þegar hún gaf út plötuna Pretty. Odd. árið 2008. Platan var undir miklum Bítla-áhrifum og taldist vera svokallað „barrokkpopp“. Fall Out Boy þróaði með sér dálítið glysrokk og R&B þegar hún gaf út plötuna Folie á Deux árið 2008. Aðdáendur hljómsveitarinnar voru þó ekki jafn ánægðir með plötuna til að byrja með og kom dálítið bakslag í feril hljómsveitarinnar.

Um miðja tuttugustu öldina fram til loka komu nýjar emopopp hljómsveitir fram á sjónarsviðið. Þar á meðal voru hljómsveitirnar A Day To Remember, Four Year Strong og Set your Goals. Þessari hljómsveitir tóku sinn innblástur frá Blink-182 og af fyrri árum Fall Out Boy. Einnig mátti finna hardcore og metalcore áhrif.

Árangur nýja emo-poppsins byrjaði hægt þegar hljómsveitin Set Your Goals gaf út sína fyrstu stúdíó-plötu, Mutiny! árið 2006 og Four Year Strong gaf út sína aðra plötu, Rise Or Die Trying árið 2007. Stefnan byrjaði fyrst að vera vinsæl þegar hljómsveitin A Day To Remember gaf út sína þriðju plötu, Homesick árið 2009 hjá plötufyrirtækinu Victory Records. Platan seldist í 22 þúsund eintökum fyrstu vikuna og var spiluð margoft á MTV og Fuse.

Hljómsveitin Set Your Goals gaf út sína aðra plötu, This Will Be The Death Of Us árið 2009 hjá Epitaph Records. Árið 2010 gaf hljómsveitin Four Year Strong út sína þriðju plötu, Enemy Of The World og seldist hún í rúmlega tólf þúsund eintökum fyrstu vikuna. Hljómsveitin New Found Glory gaf út sína sjöundu plötu, Radiosurgery árið 2011 og fór svo í tónleikaferðalag með hljómsveitunum This Time Next Year, Man Overboard, The Wonder Years og Set Your Goals. Þessi tónleikaröð nefndist „Pop Punks Not Dead“ og vildu hljómsveitirnar feta í fótspor Less Than Jake, Blink-182 og Green Day, sýna fram á áframhaldandi endurnýjun stefnunnar og hvetja unglinga til þess að halda í stefnuna.

Hljómsveitin Man Overboard gaf út sína aðra plötu, Man Overboard, árið 2011 og byrjaði herferðina „Defend Pop Punk“. Þessi herferð vakti mikla athygli og er Man Overboard talin ein fremsta nýbylgju popp-pönk hljómsveitin í dag.

Mánudaginn 4. febrúar 2013 tilkynnti Fall Out Boy komu nýjasta disks þeirra. Diskurinn, sem fær nafnið Save Rock And Roll, á að koma út í apríl og segir hljómsveitin að í kjölfarið muni þeir fara í tónleikaferðalag.

Tíska og staðalímyndir

[breyta | breyta frumkóða]

Tilfinningarokk hefur frá byrjun þróað með sér ákveðna tísku hjá unglingum sem felst í fötum, hárgreiðslu og aukahlutum. Oft hefur þessi tíska haft í för með sér neikvæðar staðalímyndir og hefur það haft í för með sér mörg samfélagsleg vandamál.

Níundi áratugurinn og byrjun tíunda áratugarins

[breyta | breyta frumkóða]

Á þessum tíma voru unglingarnir enn mikið í pönkinu þar sem tilfinningarokkið var rétt að byrja. Þeir örfáu unglingar sem voru byrjaðir að kanna þessa nýju tísku klæddust gjarnan nördalega. Þá er átt við prjónaðar ermalausar peysur og ýmist bol eða skyrtu innan undir og jakkafata buxum.

Mið-tíundi áratugurinn

[breyta | breyta frumkóða]

Eftir því sem tónlistin var vinsælli varð tískan það líka. Nú voru þröngir bolir og gamlar rifnar gallabuxur aðal fatnaður stefnunnar. Einnig var vinsælt að eiga hliðartösku, svört gleraugu og minnisbók sem hægt var að skrifa ljóð. Unglingarnir þá voru mjög tilfinningaríkir en þó ekki vælnir. Unglingarnir skoðuðu mikið ringulreið, óróleika og geðshræringu ásamt því að hugsa um sorg eftir sambandsslit. Þeir elskuðu alls konar list og lásu djúpar bækur. Kaffihús voru mjög vinsæl og þar sátu unglingarnir og ræddu hin ýmis málefni. Þarna voru fyrirtækin ekki byrjuð að hafa mikil áhrif á stefnuna.

Lok tíunda áratugarins til aldamóta

[breyta | breyta frumkóða]

Enn jukust vinsældir stefnunnar og þar með jókst tískan. Örlitlar breytingar voru á stílnum en nú var það svart hár sem oft náði fyrir framan eitt eða bæði augu sem voru þakin augnblýanti. Skórnir voru oftast frá Converse All Star og för frá Hot Topic voru alltaf vinsæl. Unglingarnir klæddust mjög þröngum gallabuxum eða þá allt of víðum eða stórum buxum. Bæði strákar og stelpur notuðu svo oft gaddabelti.

Á þessum tíma varð afar vinsælt að fá sér allskonar göt, ýmist í eyrun - td. tunnel, andlitið eða annarsstaðar. Þeir sem voru með aldur til fengu sér líka gjarnan húðflúr.

Margir hófu að taka þessa tísku sér til fyrirmyndar og herma eftir henni en hlustuðu þó ekki á þetta típíska tilfinningarokk. Þá varð til önnur stefna, svokallað „scene“. Þessi tíska var mjög lík emo-tískunni en „scene“ var oft mikið litríkara og þeir unglingar hlustuðu á screamo-tónlist.

Fólk taldi „scene“ unglinga vera „emo“ vegna útlitsins. Það var fyrst þá sem hugtakið „emo“ byrjaði að snúast meira um útlitið og tónlistin fór að missa gildi sitt í stefnunni.

Eftir aldamót

[breyta | breyta frumkóða]

Nú var orðið enn erfiðara að greina á milli „scene“ og „emo“. Mikið var þrætt um tilfinningarokk og hvort ákveðnar hljómsveitir tilheyrðu þessari stefnu eða ekki. Svo virtist sem þetta hafi allt runnið saman í eitt.

Gagnrýni og deilur

[breyta | breyta frumkóða]

Á sama tíma byrjaði að koma upp neikvæð hlið á þessari stefnu. Unglingar sem flokkuðust undir „emo“ urðu þekktir fyrir væl, þunglyndi og sjálfskaða. Hugsanleg ástæða þess er að sumir fóru að blogga og kvarta yfir vandamálum sínum. En sjálfskaðinn er líklega eitthvað kominn til af sannleika vegna þess að margir af þessum unglingum tengdu við reiðu, bitru hliðina á tilfinningarokkinu.

Nýlega komu fram „emo“-unglingar í South Park og gert mikið grín af þeim. Þar var talað um að þeir kvarti yfir öllu og séu alltaf þunglyndir.

Í nokkrum löndum þar á meðal Írak, Mexíkó og Rússland hafa lýst yfir stríði á hendur „emo“-unglinga. Talið er að um 90-100 unglingar í Írak hafi verið grýttir til dauða af almenningi.

„Emo“ er minnihlutatíska í samfélaginu og eins og á við um aðra minnihlutatískuhópa hafa í gegnum árin verið stöðugar deilur á milli „emo“-unglinga og almennings.

  • Fyrirmynd greinarinnar var „Emo“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 22. febrúar 2013.
  • „Hvað skilgreinir emo-fyrirbrigðið í tísku og tónlist?“. Vísindavefurinn.
  • Fyrirmynd greinarinnar var „Screamo“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 5. mars 2013.
  • „Emo Music“. Sótt 4. mars 2013.
  • „Emo Fashion and Emo Stil“. Sótt 4. mars 2013.
  • „Emo Definition“. Sótt 5. mars 2013.
  • „What the heck *is* emo anyway?“. Sótt 6. mars 2013.
  • „history“. Sótt 6. mars 2013.
  • „Emo Style“. Sótt 7. mars 2013.
  • „Ebullition Records“. Sótt 9. mars 2013.
  • „Ebullition Releases:“. Sótt 9. mars 2013.
  • „Ebullition History:“. Sótt 9. mars 2013.
  • „gravity records“. Sótt 10. mars 2013.
  • „Fugazi“. Sótt 3. mars 2013.
  • „Minor Threat“. Sótt 3. mars 2013.
  • „Rites Of Spring“. Sótt 5. mars 2013.
  • „Drive Like Jehu Discography“. Sótt 1. mars 2013.
  • „What Is Screamo Exactly?“. Sótt 9. mars 2013.
  • „Interview:We channelled Prince's energy!"-Paramore discuss their 4th album“. Sótt 9. mars 2013.
  • „Fall Out Boy“. Sótt 9. mars 2013.
  • „Decaydance Records“. Sótt 10. mars 2013.
  • „About Panic! At The Disco“. Sótt 9. mars 2013.
  • „Sunny Day real Estate“. Sótt 25. febrúar 2013.