The Shining (kvikmynd)
The Shining | |
---|---|
The Shining | |
Leikstjóri | Stanley Kubrick |
Handritshöfundur | Skáldsaga Stephen King Handrit Stanley Kubrick Diane Johnson |
Framleiðandi | Stanley Kubrick |
Leikarar | Jack Nicholson Shelley Duvall Danny Lloyd Scatman Crothers |
Dreifiaðili | Warner Bros. |
Frumsýning | 23. maí 1980 |
Lengd | 143 mín. |
Land | |
Tungumál | Enska |
Aldurstakmark | 16 |
Ráðstöfunarfé | $15,000,000 |
The Shining er hryllingsmynd frá árinu 1980. Myndin er leikstýrð af Stanley Kubrick og styðst við skáldsögu Stephen King, The Shining, sem kom út árið 1977 og heitir á íslensku Duld. Faðirinn (Jack Nicholson) er rithöfundur með ritstíflu sem gerist umsjónarmaður glæsilegs fjallahótels, og með honum koma kona hans (Shelly Duvall) og sonur. Áður en vetrardvöl þeirra á hótelinu hefst segir eigandi staðarins föðurnum sögu um fyrrverandi umsjónarmanninn sem vann þar nokkrum árum áður og gekk gjörsamlega af göflunum (vegna einhverra dularfullra ástæðna) og framdi sjálfsmorð (eftir að hafa myrt konu sína og tvíburadætur sínar tvær). Föðurnum er þó sama og tekur vinnuna. Góðhjartaður svartur maður sem vinnur sem kokkur hótelsins kynnist litla syninum og segir honum að þeir eigi sameinlegt yfirnáttúrulegan hæfileika sem heitir Shining (skyggnigáfa), sem gerir það nefnilega að verkum að þeir geta deilt hugsunum sínum hvor með öðrum án þess að mæla nokkurt orð, auk þess að geta séð ýmislegt ósjáanlegt o.þ.h. Einnig bannar svarti maðurinn stráknum að fara í eitt herbergi (en hann fer samt á endanum inn í það). Faðirinn, sem var einu sinni áfengissjúklingur og beitti því son sinn ofbeldi, dettur í það vegna innilokunarkenndar og kynnist draug bresks þjóns sem sannfærir hann um það að það þurfi að leiðrétta fjölskylduna. Það kemur varla á óvart að ekki skuli líða á löngu þar til allt fer úrskeiðis vegna þessara óhugnanlegu hluta.