[go: up one dir, main page]

Fara í innihald

Tom Brady

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Tom árið 2021.

Thomas Edward Brady (f. 3. ágúst 1977) er fyrrverandi leikmaður í amerískum fótbolta í NFL deildinni. Hann spilaði með New England Patriots frá 2000 til 2019 og með Tampa Bay Buccaneers frá 2020 til 2022. Hann hætti að spila í febrúar 2023.

Hann er talinn vera besti leikmaður í sögu íþrótarinnar. Hann einnig vann ofurskálina sjö sinnum og vann MVP titilinn fimm sinnum á ferlinum.

Michigan-háskóli

[breyta | breyta frumkóða]

Brady spilaði sem leikstjórandi (e. quarterback) fyrir Michigan í Big Ten deildinni frá 1996 til 1999. Hann gerði 30 snertimörk og 17 inngrip.[1]

New England Patriots

[breyta | breyta frumkóða]

Brady var valinn númer 199 í nýliðavali NFL árið 2000 af New England Patriots. Hann varð ekki byrjunarleikstjórandinn þegar í strax. Hann var á eftir fjórum öðrum. Annað tímabil hans í NFL var hann varaleikststjórinn hans Drew Bledsoe. Þegar Bledsoe slasaðist seint í öðrum leikinum líðsins gegn New York Jets kom Tom í leikinn. Hann var nefndur byrjunarleikstjórinn eftir það og vann ofurskálina sama árið gegn St. Louis Rams.

Brady spilaði í ofurskálinni með liðinum níu sinnum og vann sex sinnum með Patriots (árin 2002, 2004, 2005, 2015, 2017 og 2019). Síðasti leikur hans með liðinu var haldinn 4. janúar 2020 á endanum á 2019-deildinni og 17. mars tilkynnti hann að hann myndi hætta að spila með Patriots.

Tampa Bay Buccaneers

[breyta | breyta frumkóða]

20. mars 2020 tilkynnti Tom að hann væri búinn að skrifa undir tveggja deilda samning við Tampa Bay Buccaneers ásamt liðsfélaga sínum Rob Gronkowski. Fyrsta árið vann hann ofurskálina gegn Kansas City Chiefs. Tom spilaði fyrir Buccaneers þrjár deildir ferils síns. 1. febrúar 2022 tilkynnti Tom að hann væri búinn að setja skóna á hilluna en 13. mars breytti hann um skoðun og ákvað að spila með Buccaneers í 2022-deildinni. 1. febrúar 2023 tilkynnti Tom að hann væri búinn að setja skóna á hilluna, sem að gerir 16. janúar 2023 síðasta leik hans.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Tom Brady College Stats, School, Draft, Gamelog, Splits“. College Football at Sports-Reference.com (enska). Sótt 22. apríl 2024.