[go: up one dir, main page]

Fara í innihald

Tollabandalag

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Tollabandalag er ein tegund verslunarbandalags milli ríkja þar sem gilda sameiginlegir ytri tollar gagnvart öðrum ríkjum. Þau hafa þannig sameiginlega stefnu í utanríkisverslun en geta verið með ólíka innflutningskvóta. Tilgangur tollabandalaga er að auka efnahagssamvinnu milli ríkja til að auka skilvirkni, stjórnmála- og menningartengsl. Tollabandalög eru þriðja stig (af sjö) efnahagslegrar samvinnu sem nær frá ívilnandi verslunarsamningum (PTA) að efnahagssamruna.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.