Sólfarsvindar
Sólfarsvindar eru vindar sem verða fyrir áhrifum frá gangi sólar. Mishitun á landsyfirborði og sjávaryfirborði kemur af stað hringrás land- og hafgolu. Hafgola myndast þegar yfirborð lands verður heitara en yfirborð sjávar. Loftið rís upp og streymir út á haf. Síðan sekkur loftið yfir sjónum, kólnar, og blæs aftur inn á land sem svalt loft. Landgola myndast á nóttunni. Yfirborð lands er kaldara en sjávaryfirborð. Loftið streymir frá landi út á haf og rís upp. Loftið blæs aftur inn á land og sekkur þar. Þessi ferli eru dæmi um hitahringrás. Hafgola er sterkari heldur en landgola.
Orsakir haf- og landgolu
[breyta | breyta frumkóða]Á heitum og sólríkum dögum hitnar yfirborð lands meira en yfirborð sjávar. Fyrir því eru þrjár ástæður. Í fyrsta lagi hefur vatn meiri vatnsrýmd heldur en þurrlendi. Í öðru lagi leyfir gegnsætt vatnið geislum sólar að smjúga niður í sjóinn og verma hann. Í þriðja lagi gufar hluti geislaorkunnar upp þegar þeir lenda á haffletinum. Ástæðurnar fyrir hitnun yfirborðs lands eru þær að geislar sólar endurkastast. Hins vegar hitnar aðeins efsta lagið á yfirborði lands. Þetta veldur því að yfirborð lands hitnar hraðar heldur en yfirborð sjávar. Þess vegna er yfirborð lands hlýrra yfir daginn heldur en yfirborð sjávar. En þegar kemur fram á nótt snýst þetta við. Yfirborð lands tapar fljótt varma, en yfirborð sjávar tapar síður varma. Þetta stafar af því að sjór hefur meiri varmarýmd. Sjórinn er yfirleitt jafnheitur á degi sem á nóttu. Af þessum ástæðum er yfirborðs land hlýrra á daginn, en yfirborð sjávar er hlýrra á nóttunni. Á strandsvæðum leiðir þessi hitamunur til myndunar á haf- og landgolu.
Hafgola
[breyta | breyta frumkóða]Á morgnana er loft yfir landi og sjó ámóta hlýtt. Eftir því sem dagurinn líður hitar sólin upp yfirborð landsins og við það hitnar loftið yfir landinu sem þenst út. Þá tekur loftið að rísa. Breytingar á þrýstingi verða við þetta ferli og hitalægð myndast yfir landinu. Þá minnkar loftmassinn við yfirborð lands. Í 1.000 til 1.500 metra hæð byrjar loftið að kólna. Það þéttist og safnast saman vegna aukins loftþrýstings og hæðar yfir landi. Við þetta myndast yfirþrýstingur efst í súlunni yfir landi og loftið þar tekur að streyma í átt til sjávar. Þegar loftið er þangað komið myndast lægð í háloftunum yfir sjónum. Kalda loftið tekur að sökkva niður að yfirborði sjávar. Við yfirborð sjávar myndast hæð af því að loftið er kalt. Kalda loftið skríður í átt að lægðinni sem myndaðist yfir landi og ferlið endurtekur sig. Við þetta verður hafgolan til. Þar sem sjávarloftið er oftast kaldara en loftið yfir landi getur kólnað þegar hafgolan ryðst inn á landið.
Landgola
[breyta | breyta frumkóða]Þegar sól tekur að setjast á kvöldin byrjar að kólna. Þar sem vind hefur lægt að mestu liggur þunnt lag af sjávarlofti inni yfir landinu. Loft yfir landi byrjar nú að kólna hraðar heldur en loft yfir sjó. Þar sem kalda loftið yfir landi hefur hærri loftþrýsting heldur en loftið yfir sjó. Byrjar loftið að leita frá landi út á sjó. Við yfirborð lands myndast hæð, en við yfirborð sjávar myndast lægð. Þar sem yfirborð sjávar er heitara en yfirborð lands á nóttunni hlýnar loftið og það byrjar að rísa. Hlýja loftið rís vegna þess að það hefur lægri þrýsting. Þegar heita loftið er komið upp í ákveðna hæð byrjar það að leita aftur til lands. Í háloftunum yfir sjó myndast hæð. Loftið í háloftunum, sem kólnaði þegar það reis upp yfir sjónum, skríður aftur frá sjó til lands. Á leiðinni byrjar loftið aftur að hlýna. Þegar yfir land er komið myndast lægð og loftið sem er nú hefur hitnað sekkur í átt að yfirborði lands. Við það kólnar loftið. Síðan endurtekur ferlið sig. Við þetta myndast landgola. Landgolan er veikari en hafgolan.
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- „Hvers vegna lygnir oft á kvöldin?“. Vísindavefurinn.
- „Sea and Land Breezes“. Sótt 22. mars 2008.
- „The Sea Breeze“. Sótt 22. mars 2008.