[go: up one dir, main page]

Fara í innihald

Pioneer 10

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Teiknuð mynd af Pioneer 10

Pioneer 10 (upphaflega nefnt Pioneer F) er bandarískt geimkönnunarfar, 258 kg að þyngd, sem var skotið á loft frá Canaveral-höfða 3. mars 1972. Frá 15. júlí 1972 til 15. febrúar 1973 fór það fyrst geimfara í gegnum smástirnabeltið og frá 6. nóvember 1973 hóf það að senda myndir frá Júpíter. Rannsóknartæki um borð voru notuð til að afla upplýsinga um smástirnabeltið og umhverfi Júpíters, sólvinda og geimgeisla. Geimflaugin hélt svo áfram gegnum sólkerfið, fór framhjá Satúrnusi 1976, Úranusi 1979 og Neptúnusi 1983. Verkefninu var formlega lokið 31. mars árið 1997 þegar geimfarið var komið í 67 stjarnfræðieininga fjarlægð frá sólinni, þótt það væri enn að senda frá sér læsileg gögn. Samband við geimfarið rofnaði loks endanlega í janúar 2003. Talið er að ástæðan sé skortur á rafmagni fyrir útvarpssendi þess.

Geimfarið var smíðað af fyrirtækinu TRW fyrir NASA Ames Research Center í Kaliforníu.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.