[go: up one dir, main page]

Fara í innihald

Peter Minuit

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Peter Minuit

Peter Minuit, Pieter Minuit, Pierre Minuit eða Peter Minnewit (milli 1580 og 1585 – 5. ágúst, 1638) var vallónskur landstjóri í Nýja Hollandi í Norður-Ameríku frá 1626 til 1631 og Nýju Svíþjóðar 1638. Honum er almennt eignaður heiðurinn af því að hafa keypt Manhattaneyju af Lenapeindíánum árið 1626.

Peter Minuit var frá Wesel þar sem nú er Norðurrín-Vestfalía í Þýskalandi en var þá hluti af hertogadæminu Kleve í Heilaga rómverska ríkinu. Hann hélt til Hollands árið 1625 og hóf störf fyrir Hollenska Vestur-Indíafélagið. Eftir fyrstu ferð sína til Nýja Hollands var hann skipaður þriðji landstjóri nýlendunnar. Árið 1631 var honum sagt upp af félaginu. Hann sneri þá aftur til Kleve. Nokkrum árum síðar samdi hann við sænsku stjórnina um stofnun sænskrar nýlendu, Nýju Svíþjóðar, við Delaware-fljót. Hann lést í hitabeltisstormi á eyjunni Saint Kitts þar sem hann var að kaupa tóbak til endursölu í Evrópu til að borga upp aðra ferð með sænska landnema til Nýja heimsins.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.