Spjall:Sverð
Hm
[breyta frumkóða]Er hægt að beita sverði sem barefli? Hm? Sverð eru fæst með bakka (flest sverð eru tvíeggja). Það þarf að greina þetta betur. Maður heldur um meðalkaflann (= handfang á sverði (milli hjaltanna). / Hjöltin eru þverjárn sem koma í veg fyrir að höndin renni fram á blaðið, eða hinum megin á meðalkaflanum, svo að sverðið verði ekki eftir í því sem stungið er í (oftast í bardaga). Oft er þar þó ekki annað en klót. Til eru bjúgsverð sem er bogið sverð. handsax (= short sword, dirk og höggsverð osfrv. Önnur orð tengd sverðum: axlafetill: (k) ++ borði yfir öxlina (til að bera í sverð). handbjörg: hlíf fyrir höndina. hengi: (h) 4. + fetill (t.d. til að bera sverð í). / (..); + sverðsfetill./ sverðsfetill: (k) axlarreim til að festa sverð við, sverðól. Hakarl 01:36, 11 mars 2007 (UTC)
Hjalti er lýst þannig í orðabók: hjalt: (h) þverstykki, handhlíf á sverði, milli handfangs (meðalkafla) og brands. EFRA HJALT. 1. hlífin aftan (ofan) við meðalkaflann 2. málmplata eða þvertindur fremst á hnífskefti.
Eitt og annað tengt sverðum:
kurteinn: (k) (15) sverð. [Eiginl. nafn á sverði Oddgeirs danska nefnt Kortowe í Hinni dönsku Karla-Magnúsar-kroniku].
pampartur: (k) (17) höggsverð með föttum brandi. / (= sv. pamp) fornl. breitt sverð, -.
skálm: (kv) sax, stór hnífur, sveðja, eineggjað sverð;
darraður: (k) (2) + nagli (í sverði).
fornám: (h) 3. + hjalt.
höggvopn: (h) vopn sem höggvið er með, t.d. sverð, sax. sbr. Lagvopn.
hugró: (kv) 2. + (á sverði) efra hjalt, klót
klót: (h) hnúður aftast á sverðhjalti;
klóti: (k) klót.
tangi: (k) 2. + broddurinn á efri enda sverðsblaðs sá er gengur upp í handfangið;
tannhjalt: () (líklega) tannhlíf á sverði, gerð úr hvalbeini eða rostungstönn.
Dýrumdali: (k) nafn á sverði Rollants; úr gfr. Durendal.
Mímungur: () sverð Velents smiðs í Þiðrekssögu af Bern; kafla 67.
Tyrfingur: () nafntogað sverð í norr. sögnum. T. var dvergasmíði og fylgdi honum þau álögað hann varð manns bani í hvert sinn sem honum var brugðið. Meðal þeirra sem áttu T. voru Angantýr berserkur, Hervör skjaldmey dóttir hans, sem sótti sverðið í haug föður síns, og sonur hennar, Heiðrekur konugnur á Reiðgotalandi. T. varð mikill örlagavaldur í ætt þeirra.
Ölvisnautur: () sverð Gunnars á Hlíðarenda.
Úr þessu ætti einhver ólatur að geta bætt textann um sverðin. Hakarl 01:45, 11 mars 2007 (UTC)
Hakarl, ég sting upp á að þú gerir það sjálfur ;) Thvj 01:48, 11 mars 2007 (UTC)
Ég hef því miður of mikið að gera. Andskotinn sjálfur!! En ég er samt mjög viljugur að kasta inn hér og þar í spjallið vitneskju sem ég er með tiltæka. Og svo finnst mér ágætt að lesa greinar yfir og lagfæra málfar og annað slíkt - þegar ég hef tíma. Ég er of djúpt sokkinn í vinnu þessa dagana til að geta skrifað heilar greinar. En guð minn góður - mikið held ég að það væri skynsamlegt ef Vísindavefurinn myndi svara innan Wikipediu og aðlaga sig að henni. Það ætti líka að vera til sumarvinna fyrir mennta- og háskóla-stúdenta með toppstykkið í lagi til að vinna að betrumbótum hinnar íslensku Wikipediu. Er enginn sniðugur þarna úti sem gæti skotið þessari hugmynd að einhverjum nýsköpunarsjóði (sem þarf ekki að græða á góðri hugmynd)? Peningamenn, hver eruð þið þegar þarf á ykkur að halda? Ég veit þetta er allt unnið sjálfboðavinnu, en það þyrfti í raun góðan her manna til að vinna við þetta - starfa hreinlega við þetta. Þetta er eitt merkilegasta fyrirbærið á netinu, fjandinn hafi það. Og það er í raun mjög mikilvægt að fróðleikurinn komi úr öllum hornum þjóðfélagsins. Og það hafa því miður of fáir tíma, nema fólk sem kann þá list að gefa af sér. Ég tek hattinn ofan fyrir ykkur sem eruð hér daglega... Hakarl 02:05, 11 mars 2007 (UTC))
- Notuðu víkingar sverð ekki sem barefli? :P Voru svo bitlaus, að þetta voru víst einu notin fyrir þau. --Baldur Blöndal 03:40, 11 mars 2007 (UTC)
Ég held að það komi fram þegar sagt er að sverð sé höggvopn - hvort það sé öreggja eða flugbeitt þegar því er höggvið skiptir ekki máli. Að segja að sverð hafi verið notað sem barefli er einsog að segja að byssa sé barefli - af því að skeftið er stundum notað til þess. Nei, kannski ekki alveg, en svona næstum því. Held að það sé nóg að segja bara höggvopn. Hakarl 13:29, 11 mars 2007 (UTC)