Spjall:1974
Mikið er þetta ljótt (mín skoðun) að sjá FÆTT - DÁIÐ. Væri ekki betra að hafa þetta Fæddir - Látnir (og þá undirskilið: einstaklingar). Fætt og dáið er einsog barnamál. Alltént í mínum huga. Hvað segið þið? Hakarl 21:02, 7 mars 2007 (UTC)hakarl
- Við komumst að þeirri niðurstöðu fyrir alllöngu að nota fædd og dáin en það hefur enginn farið í það verk að breyta þessu á áragreinunum. --Jóna Þórunn 21:14, 7 mars 2007 (UTC)
Það er sem sagt ekki hægt að gera það með einni einfaldri aðgerð? nei, býst ekki við því. En það gleður mig að heyra, dáin og fædd, er öllu betra. Jafnvel þó að fæddir og látnir sé það sem tíðkast hefur undanfarnar aldir t.d. í dagblöðum og tímaritum- einsog sjá má á timarit.is. Jafnvel þó oftast sé það aðeins Látnir (einsog: Látnir eru á árinu: osfrv). Hakarl 21:52, 7 mars 2007 (UTC)
- Væri kannski sniðugt að nota snið í þetta? {{Fætt}} og {{Dáið}} þannig að það sé hægt að breyta þessu auðveldlega? --Baldur Blöndal 00:40, 8 mars 2007 (UTC)
- Hægt að senda vélmenni í þetta. --Jóna Þórunn 00:51, 8 mars 2007 (UTC)
- Einmitt. En einhver betri en ég verður þá að sjá um það. :] --12:53, 8 mars 2007 (UTC)
Byrja umræðu um 1974
Spjallsíður er þar sem maður spjallar um hvernig efnið á Wikipedia getur verið sem best. Þú getur notað þessa síðu til að byrja umræðu við aðra um hvernig má bæta 1974.