Spjall:Íslenska þjóðkirkjan
Hmmm...það er nú frekar vafasamt að segja að Þjóðkirkjan "eigi órofna sögu á Íslandi allt frá kristnitöku á Alþingi ár 1000". Það var jú kaþólsk kirkja hérna allt til siðaskiptanna.
- Þetta er spurning. Þegar Íslendingar tóku Kristni varð til eins konar "þjóðkirkja" því að mönnum þótti nauðsynlegt að einn siður væri í landinu. Það var því ekki heimilt að vera opinberlega annarrar trúar eða reka annars konar trúfélag þegar árið 1000 (þótt leyft væri að dýrka goðin á laun). Þar sem þetta gilti um alla landsmenn má segja að fyrsta kirkjan hafi verið "þjóðkirkja". Hún var hins vegar ekki "ríkiskirkja" þar sem ekkert ríkisvald var til staðar sem hún gæti verið hluti af... Á 13. öld var svo tekið af skarið með að hún heyrði beint undir Róm og þar með óháð öllu þjóðlegu valdi. Við siðaskiptin verður hún "ríkiskirkja" í einhverjum skilningi, en ríkið er í raun lítið meira en sjálft konungsvaldið og stofnanir sem því tengjast beint. Sjálfstætt ríkisvald verður varla til fyrr en með einveldinu á 17. öld. Held ég... :-) --Akigka 10:01, 14 febrúar 2007 (UTC)
Ég bætti inn tveimur (að mínu mati) mikilvægum köflum greinina í þeirri von að mér fróðari menn munu bæta upplýsingum við þá. Thvj 15:56, 13 febrúar 2007 (UTC)
Í mínum huga er fyrirbærið "þjóðkirkja" afskaplega afmarkað hugtak sem á sér rætur í þjóðfélagsgerð germana og ef fólk er tilbúið til að skoða hvar þjóðkirkjur eru við lýði, þá sést að þær er eingöngu að finna í hinum germanska heimi. Þegar germanar voru kristnaðir, þá var það ákvörðun höfðingjans sem síðan gerði útslagið fyrir alla aðra. Þetta tóku norðurlandabúar upp, þegar kristnin barst þeim. Trúarsátt siðbótartímans byggir á þessu samspili trúar og samfélags, "cuius regio, eius religio", játning konungsins réði játningu landsins. Carlos Ferrer 15:54, 24 mars 2007 (UTC)
Ný grein
[breyta frumkóða]Ég er kominn langleiðina með nýja grein frá grunni um Þjóðkirkjuna, eins og sést. Ég næ ekki að klára hana alveg í þessari atrennu, en ætla að halda áfram með hana, og vonandi klára hana, á allra næstu dögum. Ég hef haft samband við biskupsstofu og óska eftir heimild til að nota myndir frá heimasíðu kirkjunnar, og bíð úrskurðar.Vesteinn 11:05, 14 febrúar 2007 (UTC)
Ég lýsi ánægju minni með dugnað wikiverja við að bæta greinina. Ég hef aðeins komið að greininni sem leikmaður en það hefur greinilega haft jákvæð áhrif og kunnugir hafa bætt hana svo um munar. Áfram með smjörið! Thvj 15:29, 15 febrúar 2007 (UTC)
...bætti við klausu um tengsl þ.k. við önnur trúarbrögð og kvennaguðfræði, sem vonandi eykur fróðleiksgildi þegar fleiri leggja hönd á plóg. Thvj 15:32, 15 febrúar 2007 (UTC)
Lagaleg staða
[breyta frumkóða]Þessi grein er orðin afskaplega góð, verð ég að segja. Einu var ég þó að velta fyrir mér. Nú er ég ekki sérlega lögfróður maður og hef bara leikmannaskilning á slíku, en varðandi 62. grein stjórnarskrár: Þar segir að kirkjan sé þjóðkirkja og að ríkisvaldið skulu styðja hana og vernda. Pæling mín er sú hvort hún sé þarmeð hluti af ríkisvaldinu, eins og segir í greininni? Í mínum eyrum hljómar þversagnakennt að ríkisvaldið skuli gera hitt og þetta fyrir hana ef hún er hluti ríkisvaldins. Koettur 00:50, 20 febrúar 2007 (UTC)
- Nei, ég skil þetta ekki þannig. Þjóðkirkjan er ekki meiri hluti af ríkisvaldinu en t.d. Ríkisútvarpið eða Háskóli Íslands, þótt hennar sé getið í stjórnarskránni. Eða hvaða hluta ríkisvaldsins myndi hún tileyra? Ekki dómsvaldinu, ekki löggjafarvaldinu og ekki framkvæmdarvaldinu. --Cessator 01:18, 20 febrúar 2007 (UTC)
- Ég held að það sé einmitt rétt skilið að hún sé ríkisstofnun, en samt með sérstöðu miðað við aðrar ríkisstofnanir. Það er reyndar umdeilt að hversu miklu leyti hún heyrir undir ríkisvaldið; maður heyrir jafnvel stundum að hún sé það bara alls ekki, eftir að lögin um stöðu, stjórn og starfshætti kirkjunnar voru sett 1997. Ég held samt að sá skilningur sé rangur, og held að lögfróðir menn mundu taka í sama streng. Á meðan hún hefur þessa stöðu í stjórnarskrá og nýtur þeirra forréttinda sem hún óumdeilanlega nýtur, og biskup er t.d. skipaður af forsetanum, þá sé ég ekki að annað sé hægt en að segja að hún sé ríkisstofnun af sérstakri gerð.Vesteinn 02:17, 21 febrúar 2007 (UTC)
- Já, ríkisstofnun vissulega, enda rekur ríkið hana, sama hversu sjálfstæð og sérstæð hún er. En hluti af ríkisvaldinu er hún ekki. --Cessator 03:15, 21 febrúar 2007 (UTC)
- Ég held að það sé einmitt rétt skilið að hún sé ríkisstofnun, en samt með sérstöðu miðað við aðrar ríkisstofnanir. Það er reyndar umdeilt að hversu miklu leyti hún heyrir undir ríkisvaldið; maður heyrir jafnvel stundum að hún sé það bara alls ekki, eftir að lögin um stöðu, stjórn og starfshætti kirkjunnar voru sett 1997. Ég held samt að sá skilningur sé rangur, og held að lögfróðir menn mundu taka í sama streng. Á meðan hún hefur þessa stöðu í stjórnarskrá og nýtur þeirra forréttinda sem hún óumdeilanlega nýtur, og biskup er t.d. skipaður af forsetanum, þá sé ég ekki að annað sé hægt en að segja að hún sé ríkisstofnun af sérstakri gerð.Vesteinn 02:17, 21 febrúar 2007 (UTC)
Fyrsta fríkirkjan
[breyta frumkóða]Það er ranghermt í greininni að fyrsta fríkirkjan hafi verið fríkirkjan í Reykjavík. Áður var til fríkirkja í Reyðarfirði, sbr. þetta æviágrip. 4. bindi "Kristni á Íslandi" rétt tæpir á þessu (bls. 239) og er umfjöllunin ruglingsleg. Leyfi mér samt sem áður að breyta þessu í greininni. Carlos Ferrer 15:22, 24 mars 2007 (UTC)
Fann upplýsingar um frík. í Reyðarfirði í "Ísland í aldanna rás" (1850 - 1900, bls. 404) og bætti textann miðað við það. Carlos Ferrer 18:13, 26 mars 2007 (UTC)
Gæðagrein
[breyta frumkóða]e.t.v.? — Þetta óundirritaða innlegg var skrifað af 193.4.200.182 (spjall | framlög)
- Það þarf að lesa yfir greinina og snurfusa ýmislegt. Næsta skref væri að bera hana fram á Wikipedia:Tillögur að gæðagreinum. --Jóna Þórunn 19:58, 27 mars 2007 (UTC)
Hin meinta þjóðkirkja
[breyta frumkóða]Hver er tilgangurinn með því að setja „meintur“ á undan öllu mögulegu í þessari grein þegar fjallað er um grundvallarsetningar kirkjunnar? Mér finnst þetta svona svipað og segja „Þúsund og ein nótt fjallar um hinn meinta konung Sjarjar og meinta drottningu hans Sjerasade“ eða „meint konungsmorð Makbeðs er grunnstefið í leikriti Shakespeares“ - sum sé, ekki rangt en trivial. --Akigka 15. desember 2007 kl. 16:34 (UTC)
- Hmm... ég býst við að þessi athugasemd sé réttmæt. --Vésteinn 18. desember 2007 kl. 01:42 (UTC)
Heimildir
[breyta frumkóða]Í kaflanum heimildir eru þrír tenglar, þegar þetta er ritað. Sá fyrsti (grein eftir prófessor Pétur Pétursson) er því miður óvirkur. Sá þriðji (vefur AA-samtakanna) er sjálfsagt ágætur sem vefur en opnast á forsíðu, sem nefnir hvergi þjóðkirkjuna. Sú krækja er að minnsta kosti ekki nógu góð. Leyfi mér svo að benda á, að Íslenzkur kirkjurjettur eftir Jón Pétursson háyfirdómara er hörkuspennandi bók um nákvæmlega sama viðfangsefni (8,7 MB pdf), og hana geta allir sótt á Google Books. Kveðja. SigRagnarsson 16. október 2010 kl. 23:58 (UTC)