[go: up one dir, main page]

Fara í innihald

Slaufa (fatnaður)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Annað afbrigðið af hnýtingu þverslaufu

Slaufa (eða þverslaufa) er formlegt hálsklæði sem hnýtt er eftir kúnstarinnar reglum svo úr verði slaufa sem liggur á þverveginn. Þverslaufur eru mikið notaðar við smóking, en sumir klæðast þeim þó daglega og láta hana prýða venjulega skyrtu og jakkaföt.

Einnig er til einfaldari gerðir af slaufum, sem eru forhnýttar. Einfaldasta gerðin eru hinar svonefndu smelluslaufur sem festar eru með smellum við skyrtuna. En það eru einnig til þverslaufur sem eru ögn virðulegri. Þær eru festar með ásaumuðum linda fyrir aftan hnakka og þá með annaðhvort frönskum rennilási í endanum eða krókapari.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.