[go: up one dir, main page]

Fara í innihald

Skottími

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Skottími (oftast þekkt undir nafninu bullet-time) er tækni við kvikmyndatöku sem miðar að því að hægja á atburðarásinni sem tekin er. Tæknin var fullkomnuð við gerð myndarinnar The Matrix árin 1997 - 1998 en í þeirri mynd er tæknin mikið notuð. Nafnið skottími vísar í með tækninni er hægt að láta byssukúlu ferðast á þeim hraða að áhorfendur geti séð feril hennar.

Skottími virkar þannig að safni af stafrænum myndavélum er raðað upp á fyrirfram ákveðinn hátt og síðan eru þær forritaðar til að taka mynd, þ.e. ramma, á þann hátt að hægt sé að skapa myndavélahreyfingu af atburðinum sem verið er að taka upp með því að raða römmunum sem myndavélarnar hafa tekið upp. Hægt er svo að skeyta inn römmum í myndavélahreyfinguna og þannig lengja enn frekar atriðið, þ.e. hægja á atburðarásinni. Í skottíma er einnig notað blátjald þannig að hægt sé að setja myndavélahreyfinguna inn í töluvteiknað umhverfi.

Í raun er verið að nota grunntækni hreyfimyndarinnar í skottíma, því hreyfimynd er í raun aðeins safn af römmum sem eru teknir nokkrum sinnum á sekúndu (algengast 24 rammar á sekúndu) og því kemur það út á eitt að festa rammana með mismunandi myndavélum og raða þeim svo saman í tölvu.