Skollakoppur
Skollakoppur | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Stronglylocentrotus droebachiensis |
Skollakoppur eða grænígull (fræðiheiti: Strongylocentrotus droebachiensis) er yfirleitt grænn á litinn en hann getur líka verið brúnletur. Skollakoppur finnst allt í kringum Ísland og er algengastur á 5-30 metra dýpi en hefur alveg fundist á 1500 metra dýpi, þó það sé sjaldgæft. Hann finst í Norður Atlantshafi, í Norður íshafinu og Norður Kyrrhafi og mjög algengur í öllu Atlandshafi. Við réttar aðstæður þ.e. þegar nóg er af fæðuframboði, getur hann stækkað hratt. Meðalstærð hjá fullorðins ígulkers er 50 mm en stærsta sem fundist hefur var mælt 87 mm. Skollakoppur er algengasta tegund ígulkera sem finnst við strendur Íslands. hann hefur harða skel sem er öll út í broddum til að verja sig fyrir óvinum en broddarnir geta verið 1,5 cm á lengd. Hann getur hreyft broddana og neðri hluta sinn til gangs um botninn og til að afla sér fæðu. Hann étur með munni sem finnst undir honum, en endaþarmsopið er ofan á dýrinu og í kjafti hans eru fimm harðar tennur sem geta brotið harða fæðu eins og skeljar. Hann borðar allt sem að kjafti kemur og getur verið skæður skemmdarvargur í humar- og krabbagildrum. En helsta fæða hans er þó þari og ef mikið er af skollakopp étur hann upp þaraskóga svo þeir vaxa ekki aftur upp fyrr en öll Ígulkerin séu dauð eða farinn.
Æxlun
[breyta | breyta frumkóða]Flest skrápdýr eru með aðskild kyn og skollakoppur er engin undantekning. Skollakoppar stunda ytri frjóvgun en nokkur skrápdýr fjölga sér án þess að stunda æxlun og gera það með að skipta líkamanum. Þeir hafa fimm kynkirtla og eru þeir staðsettir nálægt endaþarmi. Karlinn dælir út kynfrumum og utan líkama konunar og þá á frjóvgun sér stað. Ef einn karl losar kynfrumur þá losar næsti skollakoppur líka kynfrumur og þetta leiðir til að þessa að flestir kynþroska skollakollar sem búa á sama svæði losa kynfrumur í sjóinn á sama tíma. Þegar eggin eru búinn að klekjast út í sjónum berast lirfurnar með straumum sjósins og í nokkur ár. Lifurnar lifa á allskonar örverum. Þegar lirfurnar eru tilbúnar að breytast í ígulker setjast þær á botninn. Frjóvgun ígulkera á sér stað á vorin en nákvæmlega tímasetning fer eftir hitastigi sjávar.
Gaddar
[breyta | breyta frumkóða]Gaddarnir á ígulkerum eru aðallega til þess að verjast afræningjum sem vilja borða þá. Ígulker er fæða allskonar krabba, stórra fiska, fugla og krossfiska en þó aðallega þegar þau eru enn ekki búinn að ná fullri stærð. Skollakoppar notar gaddana og sogfætur til að hreyfa sig eftir botninum. Gaddarnir eru ekki taldir eitraðir. Lengstu gaddarnir eru undir dýrinu en ef þeir brotna endurnýja þeir sig sjálfir en tekur lengri tíma að endunýja sig ef það brotnar algjörlega af. Á enda hvers gadda er lítil svipa sem hjálpar þeim að koma matnum upp í kjaftinn á sér. Svipurnar eru sveigjanlegar og teygja sig í agnir sem fljóta í sjónum.
Ígulkeraveiðar við Ísland
[breyta | breyta frumkóða]Árið 1992 hófust fyrst veiðar á Ígulkerum við Ísland. Árið 1994 voru var náð hámarki í veiðum en veidd voru 1500 tonn og veiddust þau aðallega í Húnaflóa og Breiðafirði. Markaður fyrir ígulkerahrogn hrundi árið 1997 en hafa verið nánast engar síðan þá. Ástæðan fyrir að markaðurinn hafi hrunið er talin vera sú að þau eru mjög viðkvæm og vandmeðfarinn vara.
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- Vísindavefurinn Hvað er skollakoppur (Skoðað 23. september 2019)
- Hreiðar Valtýsson Ígulker Geymt 24 september 2019 í Wayback Machine (Skoðað 20. september 2019)