[go: up one dir, main page]

Fara í innihald

Skjaldarmerki Þýskalands

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Skjaldarmerki Þýskalands

Skjaldarmerki Þýskalands er svartur örn sem horfir til vinstri. Örninn er tákn sem Karlamagnús notaði árið 800, er hann ríkti yfir allri Vestur Evrópu. Örninn tók hann frá Rómverjum, enda var hugmynd hans sú að endurreisa gamla keisararíkið. Guli (eða gullni) liturinn merkir konungdæmi. Þegar ríki Karlamagnúsar var skipt í Verdun-samningunum árið 843, tók austasta ríkið, núverandi Þýskaland, upp þetta merki.