[go: up one dir, main page]

Fara í innihald

Sjöfjallaland

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Sjöfjallaland eða Siebengebirge er nafn á fjöllóttu landsvæði austanmegin við Rín í Þýskalandi, suðaustur af borginni Bonn.

Þar eru um 40 fjöll og felladrög. Hæsta tindurinn er Oelberg, 460 m. Sjöfjalland kemur víða fyrir í þýskum sögum og ævintýrum og er vinsæll ferðamannastaður. Stór hluti af Sjöfjallalandi tilheyrir Þjóðgarðinum Sjöfjallalandi, sem er einn elsti þjóðgarður Þýskalands.