[go: up one dir, main page]

Fara í innihald

Sinnepsgas

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Blöðrur á húð af völdum sinnepsgass
Veggspjald úr seinni heimsstyrjöldinni sem varar við sinnepsgasi

Sinnepsgas er efni sem notað hefur verið sem efnavopn í hernaði. Efnafræðiformúla er C4H8Cl2S. Þjóðverjar notuðu sinnepsgas í fyrri heimstyrjöldinni árið 1917 og Frakkar og Bretar árið 1919. Sinnepsgas var notað í seinni heimstyrjöldinni á Ítalíu árið 1943. það var notað í Íran og Írak stríðum á árunum 1980 til 1988.

Sinnepsgas er lyktar- og litlaust ef það er hreint en ef það er blandað öðrum efnum verður það gulleitt eða dökkbrúnt og með sterka lykt sem minnir á sinnep, hvítlauk eða piparrót. Skaðsemi þess er að það gengur í efnasamband við vatn og myndar sameindir sem geta hvarflast við efni í húð og vefjum og við ætandi saltsýru. Sinnepsgaseitrun veldur blöðrum á húð, augu verða sár og sjúklingar kasta upp og fá innvortis- og útvortis blæðingar. Hermenn sem eitrað var fyrir með sinnepsgasi í fyrri heimsstyrjöldinni dóu oft eftir fjórar til fimm vikur eftir miklar kvalir. Talið er að rúmlega 4000 breskir hermenn hafi dáið af völdum sinnepsgass í fyrri heimsstyrjöldinni. Þeir sem lifðu af sinnepsgaseitrun eiga á hættu að fá krabbamein í öndunarfæri. Þróaðar hafa verið aðferðir til afeitrunar og hefur reynst besta að nota peroxýsýrur sem hvarflast við sinnepsgas á nokkrum sekúndum.

Sinnepsgas á Íslandi

[breyta | breyta frumkóða]

Eitrun af völdum sinnepsgass hefur komið upp á Íslandi þegar sprengikúlur fullar af sinnepsgasi komu upp úr sjó með skeljasandi. Þessar sprengjur voru bandarískar. Bretar og Bandaríkjamenn notuðu sinnepsgaskúlur í fallbyssur sínar á Íslandi og Bandaríkjaher var með sérstaka liðssveit nálægt Selvatni norðan Lækjarbotna sem annaðist geymslu og áfyllingar á slíkar kúlur. Bandaríkjamenn förguðu í stríðslok skotfærum í sjó í Faxaflóa og við Reykjanes.

  • „Hvað er sinnepsgas?“. Vísindavefurinn.
  • Sinnepsgassprengjur á afvegum í Faxaflóa - Sinnepsgas: notkun þess og eitranir (Læknablaðið 2009)