[go: up one dir, main page]

Fara í innihald

Sepp Herberger

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Sepp Herberger (28. mars 189728. apríl 1977) var fyrrverandi þýskur knattspyrnumaður og þjálfari þýska landsliðsins. Hann varð heimsmeistari sem þjálfari á HM í Sviss 1954.

Sepp Herberger (til hægri) á tali við Oswald Pfau, landsliðsþjálfara Austur-Þýskalands.

Sepp Herberger (Joseph Herberger) fæddist 28. mars 1897 í Mannheim. Hann var 14 ára gamall þegar hann byrjaði að æfa með Waldhof Mannheim og var þar framherji. 1914 komst hann í aðalliðið, en ekki var leikið meðan heimstyrjöldin fyrri geisaði. 1921 fór hann í VfR Mannheim og spilaði þar í 5 ár. Hann var ásamt því starfsmaður Deutsche Bank. Á árunum 1921, 1924 og 1925 spilaði hann alls þrjá landsleiki með Þýskalandi. Hann skoraði tvö mörk, bæði í fyrsta leik sínum. 1926 flutti hann til Berlínar og spilaði með Tennis Borussia Berlin í 4 ár. 1930 lagði skóna á hilluna. Hann var þá jafnframt starfsmaður í banka í Berlín. Sama ár útskrifaðist hann úr íþróttaskóla með réttindi til þjálfunar. Hann hóf að þjálfa Tennis Borussia Berlin í tvö ár, en var svo kallaður sem landsliðsþjálfari 1936. Herberger gekk í nasistaflokkinn 1933, en var rekinn þaðan eftir slæmt gengi þýska landsliðsins á Ólympíuleikunum í Berlín 1936. Eftir stríð varð Herberger þjálfari Eintracht Frankfurt í eitt keppnistímabil, en varð landliðsþjálfari á ný 1949 þegar þýska landsliðið hóf keppni aftur eftir stríð. Helsti árangur hans var sigur á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í Sviss 1954. Þýskaland var þá rétt að rétta úr kútnum eftir stríð og voru ekki hátt skrifaðir í knattspyrnuheiminum á þeim tíma. Liðið sigraði Tyrki, en tapaði fyrir Ungverjum 2:7 í riðlakeppninni. Í fjórðungsúrslitum sigraði Þýskaland Júgóslavíu 2:0 og Austurríki 6:1 í undanúrslitum. Úrslitaleikurinn var svo gegn Ungverjum, sem þóttu langtum sigurstranglegri og höfðu unnið Þjóðverja í riðlakeppninni. En Þjóðverjar unnu 3:2 í Bern. Eftir þetta voru leikmenn og þjálfari kallaðir Hetjurnar frá Bern. Talað var um sigurinn sem Undrið í Bern (Das Wunder von Bern). Herberger starfaði sem landsliðsþjálfari til 1964, er hann settist í helgan stein. Það ár var haldinn kveðjuleikur fyrir hann gegn Skotlandi, sem endaði með 2:2 jafntefli. Herberger bað því um annan kveðjuleik og í honum sigruðu Þjóðverjar Finna 4:1 í Helsinki. Sepp Herberger lést 28. apríl 1977 í Weinheim-Hohensachsen.

Félög sem leikmaður

[breyta | breyta frumkóða]
Félag Ár
Waldhof Mannheim 1914-1921
VfR Mannheim 1921-1926
Tennis Borussia Berlin 1926-1930

Félög sem þjálfari

[breyta | breyta frumkóða]
Félag Ár
Tennis Borussia Berlin 1930-1932
Þýskaland 1936-1942
Eintracht Frankfurt 1945-1946
Þýskaland 1949-1964

Stórmót Herbergers sem þjálfari

[breyta | breyta frumkóða]
Mót Staður Árangur
ÓL 1936 Berlín Riðlakeppni
HM 1938 Frakkland 16 liða úrslit (tap gegn Sviss)
HM 1954 Sviss Heimsmeistari
HM 1958 Svíþjóð 4. sæti
HM 1962 Chile 8 liða úrslit (tap gegn Júgóslavíu)

Annað markvert

[breyta | breyta frumkóða]

Sepp Herberger var mikill frímerkjasafnari og hefur mynd af honum birst á nokkrum frímerkjum.