[go: up one dir, main page]

Fara í innihald

Samantha Davies

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Samantha Davies

Samantha Davies (f. 23. ágúst 1974) er bresk siglingakona sem er þekktust fyrir að hafa náð 4. sæti í keppninni Vendée Globe árið 2009 og fyrir að leiða kvennaliðið Team SCA í Volvo Ocean Race 2014/15 þar sem þær höfnuðu í 6. sæti.

Davies er með próf í verkfræði frá Cambridge-háskóla. Árið 1998 tók hún þátt í keppninni um Jules Verne-verðlaunin með áhöfn sem var eingöngu skipuð konum á tvíbytnunni Royal & SunAlliance. Þær misstu mastrið við Nýja Sjáland.

Hún hefur tvisvar slegið met í siglingu yfir Ermarsund og tvisvar umhverfis Bretland. Árið 2014 var hún skipstjóri kvennaliðsins Team SCA í 12. útgáfu Volvo Ocean Race.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.