Saðningaraldin
Saðningaraldin (Artocarpus heterophyllus)[1] eða jakaber (á ensku jackfruit) er ber af móberjatrjám (Moraceae).[2] Saðningaraldin er stærsti ávöxtur í heimi og getur vegið allt að 55 kg og verið allt að 90 cm í lengd og 50 cm í þvermáli.[2][3] Fullþroskað tré gefur frá sér um 200 ávexti á ári og eldri tré allt að 500 ávöxtum á ári.[2][4][5] Fyrstu uppskerur hvers trés innihalda oftast minni ávexti, ekki nema 10 kg ber. Berið samanstendur í raun af hundruðum til þúsunda einstakra blóma, og það eru krónublöð blómanna sem eru æt.[2][6]
Láglendi í hitabeltinu er kjörlendi fyrir móberjatrén sem geta af sér samningaraldin og er tréð ræktað víða á hitabeltissvæðinu, þar á meðal á Indlandi, Bangladess, Srí Lanka og í regnskógum Filippseyja, Indónesíu, Malasíu og Ástralíu.[2][4][7][8] Talið er að ávöxturinn reki uppruna sinn til Indlands en hefur öldum saman verið hluti af mataræði í Suður- og Suðaustur-Asíu.[9]
Fullþroskað er aldinkjötið sætt og borðað ferskt eða í eftirréttum. Óþroskað er það mildara og oftast steikt eða notað í karrírétti. Áferð rifiðs óþroskaðs saðningaraldins minnir á kjöt og er orðið vinsælt í stað tætts kjöts í matargerð á Vesturlöndum.[2][10] Í dag finnst saðningaraldur um allan heim, frosið eða í dósum. Eins eru ýmsar vörur unnar úr ávextinum, t.d. núðlur og í tilbúnum réttum sem staðgengill fyrir kjöt. Ávöxturinn er einstaklega próteínríkur og inniheldur mikið magn kalíns og B- og C-vítamína.
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Artocarpus heterophyllus“. Tropical Biology Association. október 2006. Afrit af upprunalegu geymt þann 15. ágúst 2012. Sótt 23. nóvember 2012.
- ↑ 2,0 2,1 2,2 2,3 2,4 2,5 Morton, Julia F. (1987). Fruits of warm climates. West Lafayette, Indiana, USA: Center for New Crops & Plant Products, Purdue University Department of Horticulture and Landscape Architecture. bls. 58–64. ISBN 0-9610184-1-0. Sótt 19. apríl 2016. Tilvísunar villa: Ógilt
<ref>
tag; nafnið "Jackfruit" gefið nokkrum sinnum með mismunandi innihaldi - ↑ „Jackfruit Fruit Facts“. California Rare Fruit Growers, Inc. 1996. Sótt 3. september 2023.
- ↑ 4,0 4,1 Love, Ken; Paull, Robert E (júní 2011). „Jackfruit“ (PDF). College of Tropical Agriculture and Human Resources, University of Hawaii at Manoa. Tilvísunar villa: Ógilt
<ref>
tag; nafnið "love" gefið nokkrum sinnum með mismunandi innihaldi - ↑ „Saðningaraldin gæti breytt heiminum - RÚV.is“. RÚV. 2. maí 2014. Sótt 25. nóvember 2024.
- ↑ Silver, Mark (maí 2014). „Here's The Scoop On Jackfruit, A Ginormous Fruit To Feed The World“. NPR. Sótt 19. apríl 2016.
- ↑ Boning, Charles R. (2006). Florida's Best Fruiting Plants:Native and Exotic Trees, Shrubs, and Vines. Sarasota, Florida: Pineapple Press, Inc. bls. 107.
- ↑ Elevitch, Craig R.; Manner, Harley I. (2006). „Artocarpus heterophyllus (Jackfruit)“. Í Elevitch, Craig R. (ritstjóri). Traditional Trees of Pacific Islands: Their Culture, Environment, and Use. Permanent Agriculture Resources. bls. 112. ISBN 9780970254450.
- ↑ Janick, Jules; Paull, Robert E. The encyclopedia of fruit & nuts (PDF). bls. 155.
- ↑ „Matur fátæka mannsins slær í gegn: Saðningaraldin í stað kjöts“. www.mbl.is. Sótt 25. nóvember 2024.