Notandaspjall:Alvaldi
Translate
[breyta frumkóða]Sæll, ég vil biðja þig um að styðjast ekki við vélrænar þýðingar. Þetta er t.d. ekki boðlegt:
Fredrickson var náttúrulegur miðjumaður, vinstri högg, og með öll verðmæta eiginleika einkaleyfi miðjumaður: skauta, hraða, staf meðhöndlun, stærð og frábær högg. Berserkur (spjall) 29. nóvember 2022 kl. 12:05 (UTC)
- Ef minnið svíkur mig ekki þá þurfti ég að hætta í hálfu kafi við þýðinguna. Kláraði þetta svo seinna sama dag. Alvaldi (spjall) 7. febrúar 2023 kl. 15:17 (UTC)
Heimildir vantar
[breyta frumkóða]Sæll.
Ef þú rekst á fullyrðingar sem þér finnst að þurfi að styðja með tilvísunum, mæli ég með að nota sniðið {{heimild vantar}} á þeim stað þar sem þér finnst vanta heimild. Sniðið {{heimildir vantar}} segir manni voða lítið, annað en að það séu engar tilvísanir í greininni - sem er oftast augljóst og á við 80% allra greina á íslensku wikipediu. Akigka (spjall) 7. febrúar 2023 kl. 12:03 (UTC)
- Ég hugsaði með mér að eitthvað svipað þessu sniði á ensku Wikipedia væri best lýsandi fyrir "vandamálið" í greininni, en fann ekkert sambærilegt og taldi þetta skásta kostinn. En hef hitt í huga ef ég dett í þennan gír aftur :) Alvaldi (spjall) 7. febrúar 2023 kl. 15:31 (UTC)
- Já, það passar betur á ensku wp af því þar er búið að gera átak í að bæta inn tilvísunum í nær allar greinar. --Akigka (spjall) 7. febrúar 2023 kl. 15:59 (UTC)
- Please stop!! Vinsamlegast, ekki setja heimild vantar að óþörfu við hverja greinina á fætur annarri. Thvj (spjall) 19. október 2024 kl. 11:10 (UTC)
- @Thvj Ég skal bíða með frekari viðbætur á meðan við tökum umræðu um þetta. Þú mátt endilega færa rök fyrir því hvers vegna það ætti ekki að merkja greinar með {{heimild vantar}} eða {{engar heimildir}} (hef verið að gera meira af því seinna í dag).
- Mín rök eru að Wikipedia byggist á heimildum, ekki frumrannsóknum höfunda greina. Það er góð og gild vinnuregla að vísa í heimildir við gerð greina. Wikipedia:Heimildir talar um mikilvægi þess að vísa í heimildir en það er stefna sem víðtæk sátt er um að fara eftir á íslensku Wikipedia. Að merkja heimildarlausar greinar eða greinar sem að stórum hluta skortir heimildir er gagnlegt því það safnar þeim saman í flokkana Flokkur:Wikipedia:Greinar sem skortir heimildir og Flokkur:Wikipedia:Greinar án heimilda. Einnig gerir það greinina áreiðanlegri auk þess sem lesandinn getur fara í frumheimildina og notað hana áfram (því eins og allir vita þá á ekki að nota Wikipedia sem heimild). Alvaldi (spjall) 19. október 2024 kl. 11:10 (UTC)
- Ég er algjörlega á móti því að vera að merkja stubba og stuttar greinar með þessu viðvörunarsniði. Það blasir við lesandanum þegar hann opnar þamnnig grein að það eru engar skráðar heimildir. Það hefur ekkert notagildi fyrir lesandann að hafa þessa viðvörun og það hefur ekkert notagildi fyrir höfunda Wikipediu að safna meirihluta allra greina í alfræðiritinu í viðhaldsflokk. Bjarki (spjall) 19. október 2024 kl. 11:25 (UTC)
- Það að þær séu flokkaðar í viðhaldsflokk myndi einfalda alla framtíðarvinnu við að bæta úr heimildarlausum greinum. Sjálfum finnst mér miður að enn séu reyndir höfundar að stofna heimildalausar greinar þrátt fyrir að það stangist á við Wikipedia:Heimildir og enn verr að það sé reynt að kveða niður tilraunir til að bæta þar úr. Alvaldi (spjall) 19. október 2024 kl. 11:38 (UTC)
- Þetta er spurning um þolinmæði um að ná fjölda greina með heimildum upp. Fjöldinn af heimildarlausum greinum er of stór til að geta farið yfir þær miðað við mannskapinn núna. Fjöldinn af greinum án ytri tengla er 27030, 45%, og fjöldi heimildalausra greina kanski stærri en svo. Þessi fjöldi er líka það mikill að þú þreytir sjálfan þig mjög hratt með því að reyna að merkja þennan fjölda handvirkt, þegar raunhæft er að ná miklum fjölda heimildarlausra greina niður ætti merkingin að vera gerð með vélmenni. Það virkar mjög letjandi á fólk, sérstaklega hérna, að vera með viðhaldsflokk með yfir 100 greinar, sem hefði gerst í lok dags. Það þyrfti eitthvað aukalega eins og meta:Future Audiences/Experiment:Add a Fact til að þetta gangi og það eru a.m.k. 3 ár þangað það verður fullbúið. Annar möguleiki væri að gera þetta mjög hægt, hægar en þú ert að merkja þessar greinar. Snævar (spjall) 19. október 2024 kl. 11:47 (UTC)
- Það sem ég var að gera í dag var að renna yfir Flokkur:Wikipedia:Greinar sem skortir heimildir og færa þar greinar sem hefðu engar heimildir yfir í Flokkur:Wikipedia:Greinar án heimilda. Renndi svo einnig yfir nýlegar greinar en gerði mér grein fyrir að ef þetta ætti að verða eitthvað meira en það þá þyrfti að fá vélmenni til að gera þetta sjálfvirkt. Mig grunaði að þetta væri stór fjöldi greina sem væri án heimilda en að þær séu yfir 50% er ansi mikið. Alvaldi (spjall) 19. október 2024 kl. 12:02 (UTC)
- Persónulega þykir mér þessi framsetning á Wikipedia:Heimildir allt of afgerandi miðað við hvað það eru margir núansar á umræðunni um þetta á en.wp. Þar hefur myndast sátt um lágmarksreglu sem er að það skuli vísað til heimilda fyrir a) beinum tilvitnunum, b) fullyrðingum sem notandi hefur beðið um heimild fyrir og c) fullyrðingar sem líklegt er að notandi myndi vilja fá heimild fyrir (likely to be challenged) og þá sérstaklega þegar kemur að lifandi eða nýlega látnu fólki. Við þurfum ekki að vera heilagri en páfinn í okkar nálgun. Það eru allir sammála því að góð heimildaskráning bætir og styrkir greinar en mér vöntun á heimildum í stubbum ekki vera vandamál í sama skilningi og t.d. lélegt málfar eða hlutdrægur texti þannig að það kalli á sérstaka viðvörun. Bjarki (spjall) 19. október 2024 kl. 11:57 (UTC)
- En Wikipedia:Heimildir er víðtæka sáttin á íslensku Wikipediu samkvæmt því sem stendur þar. Eiga einstaka notendur eða hluti þeirra að geta valið og hafnað hvort þeir fari eftir slíkum sáttum? Lágmarksreglan í Wikipedia:Verifiability er vissulega góð en hvernig getur lesandi sannreynt að það sem í greininni, óháð lengd hennar, er rétt, eins og lágmarksreglan kveður á um, ef það er ekki einu sinni tengill í eina heimild (ekki endilega inline citation) í grein? Og ef höfundur greinar notaði engar frumrannsóknir við gerð greinar, hvers vegna getur hann ekki sett í að minnsta kosti eina heimild inn við gerð greinar? Alvaldi (spjall) 19. október 2024 kl. 12:52 (UTC)
- Í framhaldi af þessu má nefna að Wikipedia:Stub segir: Lastly, a critical step: add sources for the information you have put into the stub; see citing sources for information on how to do so in Wikipedia. Most stub articles have one to three inline citations; some also list sources at the end of the page, as general references. Alvaldi (spjall) 19. október 2024 kl. 13:01 (UTC)
- Ég er ekki ósammála því að það séu góð og æskileg vinnubrögð að vísa til heimilda sem víðast en það er augljóslega misbrýnt eftir eðli fullyrðinga í greininni og það svo margt sem þarf að laga hérna sem ég myndi setja framar í forgangsröð en að eltast við heimildir fyrir óumdeildum fullyrðingum. Ég sé ekki að þessi nálgun sem þú ert byrjaður á sem gengur út á að merkja tugi þúsunda greina með þessari meldingu sé gagnleg fyrir neinn, hvorki lesendur né höfunda. Bjarki (spjall) 19. október 2024 kl. 14:08 (UTC)
- Nálgun mín var að byrja á að færa greinar án allra heimilda úr Flokkur:Wikipedia:Greinar sem skortir heimildir og yfir í Flokkur:Wikipedia:Greinar án heimilda. Einnig hef ég merkt nýstofnaðar greinar og það verður stundum til þess að höfundarnir bæta við heimildum í kjölfarið. Lausnin á heimildarlausum greinum er að sjálfsögðu ekki að gera ekki neitt og einhver staðar þarf að byrja. Við getum haft misjafnar skoðanir á hvað þarf að laga hér á síðunni og það er í góðu lagi. Það sem ég hef kosið að setja á oddinn er að vinna gegn heimildarlausum greinum, þá með áherslu á nýjar greinar. Heimildarlausar greinar eru gegn víðtækri sátt um stefnur Wikipedia. Ef höfundar greina eru ósáttir við að þær séu merktar sem slíkar þá hefði ég talið að að lausnin væri einföld. Alvaldi (spjall) 19. október 2024 kl. 14:30 (UTC)
- Líklega fer betur að merkja greinarnar sem Stubb, end þarf að vinna þær mun betur. Thvj (spjall) 20. október 2024 kl. 20:35 (UTC)
- Ég er ekki ósammála því að það séu góð og æskileg vinnubrögð að vísa til heimilda sem víðast en það er augljóslega misbrýnt eftir eðli fullyrðinga í greininni og það svo margt sem þarf að laga hérna sem ég myndi setja framar í forgangsröð en að eltast við heimildir fyrir óumdeildum fullyrðingum. Ég sé ekki að þessi nálgun sem þú ert byrjaður á sem gengur út á að merkja tugi þúsunda greina með þessari meldingu sé gagnleg fyrir neinn, hvorki lesendur né höfunda. Bjarki (spjall) 19. október 2024 kl. 14:08 (UTC)
- Í framhaldi af þessu má nefna að Wikipedia:Stub segir: Lastly, a critical step: add sources for the information you have put into the stub; see citing sources for information on how to do so in Wikipedia. Most stub articles have one to three inline citations; some also list sources at the end of the page, as general references. Alvaldi (spjall) 19. október 2024 kl. 13:01 (UTC)
- En Wikipedia:Heimildir er víðtæka sáttin á íslensku Wikipediu samkvæmt því sem stendur þar. Eiga einstaka notendur eða hluti þeirra að geta valið og hafnað hvort þeir fari eftir slíkum sáttum? Lágmarksreglan í Wikipedia:Verifiability er vissulega góð en hvernig getur lesandi sannreynt að það sem í greininni, óháð lengd hennar, er rétt, eins og lágmarksreglan kveður á um, ef það er ekki einu sinni tengill í eina heimild (ekki endilega inline citation) í grein? Og ef höfundur greinar notaði engar frumrannsóknir við gerð greinar, hvers vegna getur hann ekki sett í að minnsta kosti eina heimild inn við gerð greinar? Alvaldi (spjall) 19. október 2024 kl. 12:52 (UTC)
- Þetta er spurning um þolinmæði um að ná fjölda greina með heimildum upp. Fjöldinn af heimildarlausum greinum er of stór til að geta farið yfir þær miðað við mannskapinn núna. Fjöldinn af greinum án ytri tengla er 27030, 45%, og fjöldi heimildalausra greina kanski stærri en svo. Þessi fjöldi er líka það mikill að þú þreytir sjálfan þig mjög hratt með því að reyna að merkja þennan fjölda handvirkt, þegar raunhæft er að ná miklum fjölda heimildarlausra greina niður ætti merkingin að vera gerð með vélmenni. Það virkar mjög letjandi á fólk, sérstaklega hérna, að vera með viðhaldsflokk með yfir 100 greinar, sem hefði gerst í lok dags. Það þyrfti eitthvað aukalega eins og meta:Future Audiences/Experiment:Add a Fact til að þetta gangi og það eru a.m.k. 3 ár þangað það verður fullbúið. Annar möguleiki væri að gera þetta mjög hægt, hægar en þú ert að merkja þessar greinar. Snævar (spjall) 19. október 2024 kl. 11:47 (UTC)
- Það að þær séu flokkaðar í viðhaldsflokk myndi einfalda alla framtíðarvinnu við að bæta úr heimildarlausum greinum. Sjálfum finnst mér miður að enn séu reyndir höfundar að stofna heimildalausar greinar þrátt fyrir að það stangist á við Wikipedia:Heimildir og enn verr að það sé reynt að kveða niður tilraunir til að bæta þar úr. Alvaldi (spjall) 19. október 2024 kl. 11:38 (UTC)
- Ég er algjörlega á móti því að vera að merkja stubba og stuttar greinar með þessu viðvörunarsniði. Það blasir við lesandanum þegar hann opnar þamnnig grein að það eru engar skráðar heimildir. Það hefur ekkert notagildi fyrir lesandann að hafa þessa viðvörun og það hefur ekkert notagildi fyrir höfunda Wikipediu að safna meirihluta allra greina í alfræðiritinu í viðhaldsflokk. Bjarki (spjall) 19. október 2024 kl. 11:25 (UTC)
- Please stop!! Vinsamlegast, ekki setja heimild vantar að óþörfu við hverja greinina á fætur annarri. Thvj (spjall) 19. október 2024 kl. 11:10 (UTC)
- Já, það passar betur á ensku wp af því þar er búið að gera átak í að bæta inn tilvísunum í nær allar greinar. --Akigka (spjall) 7. febrúar 2023 kl. 15:59 (UTC)
Gögn um forsetaframbjóðanda
[breyta frumkóða]Sæll, sé að þú hefur afturkallað skrif í dag með þessum orðum "Þetta er orð-fyrir-orð tekið af síðunni hennar. Á góðu máli kallast það ritstuldur". þetta var reyndar tekið með leyfi en hugsanlega ekki umorðað þannig að það hæfði wikipedia. Salvör Kristjana (spjall) 21. apríl 2024 kl. 21:55 (UTC)
- Það var hvergi minnst á að þetta væri tekið með leyfi og þótt svo er þá er ekki við hæfi að byggja heila grein nánast einungis á framboðsefni sem kemur frá umfjöllunarefninu sjálfu. Alvaldi (spjall) 21. apríl 2024 kl. 22:39 (UTC)
- Held að það hafi verið aðili sem ekki þekkir wikipedia umhverfið sem setti inn textann og áttar sig ekki á að taka fram að þetta sé með leyfi. Það er rétt að það er ekki gott að byggja greinar á efni sem er alfarið frá vef þess sem fjallað er um. Gott að þú bættir inn heimildum, ég bætti líka inn vísun í fleiri heimildir. Salvör Kristjana (spjall) 22. apríl 2024 kl. 00:29 (UTC)
- Síðan er orðin afskaplega frambærileg núna, vantar kannski bara mynd in á Wikimedia Commons sem hægt væri að nota. Einnig væri best ef alfarið væri hægt að nota aðrar heimildir en framboðssíðuna til að vísa í. Alvaldi (spjall) 22. apríl 2024 kl. 11:05 (UTC)
- Held að það hafi verið aðili sem ekki þekkir wikipedia umhverfið sem setti inn textann og áttar sig ekki á að taka fram að þetta sé með leyfi. Það er rétt að það er ekki gott að byggja greinar á efni sem er alfarið frá vef þess sem fjallað er um. Gott að þú bættir inn heimildum, ég bætti líka inn vísun í fleiri heimildir. Salvör Kristjana (spjall) 22. apríl 2024 kl. 00:29 (UTC)