[go: up one dir, main page]

Fara í innihald

Núpsstaður

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Bænhúsið á Núpsstað
Gömlu bæjarhúsin á Núpsstað, bænhúsið lengst til hægri

Núpsstaður er bær í Skaftárhreppi vestan við Lómagnúp. Á Núpsstað standa gömul bæjarhús sem talin eru dæmigerð fyrir bæi á Íslandi. Þar er bænhús sem er torfkirkja og byggt á kirkju sem var byggð um 1650. Kirkja var aflögð á Núpsstað 1765. Árið 1930 var bænhúsið friðlýst. Það var fyrsta friðlýsta húsið á Íslandi. Árið 1961 var það endurvígt. Náttúrufegurð er mikil á Núpsstað og er staðurinn vinsæll viðkomustaður ferðafólks.