[go: up one dir, main page]

Fara í innihald

Náttúruvætti

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Drangarnir Peñas de Cellorigo eru náttúruvætti í La Rioja á Spáni.

Náttúruvætti eru friðlýstar náttúrumyndanir. Náttúruvætti geta verið til dæmis fossar, eldstöðvar, hellar og drangar sem mikilvægt er að varðveita sakir fræðilegs gildis þeirra, fegurðar eða sérkenna. Náttúrvætti geta líka verið fundarstaðir steingervinga, sjaldgæfra steintegunda og steinda. Náttúruvætti eru afmörkuð náttúrufyrirbrigði og nánasta umhverfi þeirra, en stærri friðlýst svæði kallast friðlönd.

Á Íslandi getur Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra friðlýst náttúrumyndanir á Íslandi að fengnum tillögum frá annað hvort Umhverfisstofnun eða Náttúrufræðistofnun Íslands. Dæmi um náttúruvætti á Íslandi eru Goðafoss, Bárðarlaug, Helgustaðanáma og Lakagígar.

  • Uhverfisáætlun Sameinuðu þjóðanna (20.12.2020). „IUCN Category III - Natural Monument or Feature“. Biodiversity A-Z. Sótt 14.5.2024.
  • „Lög nr. 60/2013 um Náttúruvernd“.
  • Náttúruminjaskrá (Umhverfisstofnun)
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.