Mika Waltari
Mika Waltari | |
Dulnefni: | Kristian Korppi, Nauticus |
---|---|
Fæddur: | 19. september 1908 Helsinki, Finnland |
Látinn: | 26. ágúst 1979 Helsinki, Finland |
Starf/staða: | Skáldsagnahöfundur Smásagnahöfundur Handritshöfundur Greinahöfundur Leikstjóri þýðandi fræðimaður |
Þjóðerni: | Finnskur |
Tegundir bókmennta: | Flestar |
Bókmenntastefna: | Tulenkantajat |
Frumraun: | Jumalaa paossa vuonna (lausl. þýð: Guð í útlegð) |
Maki/ar: | Marjatta Luukkosen |
Börn: | Satu Waltari 1932, (síðar Satu Elstelä er hún giftist Esko Elstelä) |
Undirskrift: |
Mika Toimi Waltari (ⓘ) (19 september 1908 – 26 ágúst 1979) var finnskur rithöfundur, þekktastur fyrir metsölubók sína Egyptinn (Sinuhe egyptiläinen).[1] Hann var gríðarlega afkastamikill og skrifaði auk skáldsagna, smásögur, ljóð, leikrit, glæpasögur, ferðasögur, bíómyndahandrit og fleira.
Ævi
[breyta | breyta frumkóða]Waltari fæddist í Helsinki og missti föður sinn, Lútersksan prest, aðeins fimm ára gamall. Sem barn upplifði hann Finnsku borgarastyrjöldina í Helsinki. Seinn skráði hann sig í háskólann í Helsinki sem guðfræði stúdent, samkvæmt óskum móður hans, en hætti fljótt guðfræðinni fyrir heimspeki, fagurfræði og bókmenntir, og útskrifaðist 1929. Meðan hann lærði skrifaði hann í ýmis tímarit og skrifaði kvæði og sögur, og fékk sína fyrstu bók útgefna 1925. Árið 1927 fór hann til París þar sem hann skrifaði sitt fyrsta meginverk Suuri illusioni, sögu af bóhemsku lífi.[1] Í stíl er sagan talin sambærileg verkum amerískra rithöfunda í Týndu kynslóðinni("Lost Generation"). (Í sögulegri skáldsögu sinni Förusveinninn : með Stór-Tyrkjanum, sem er sviðsett á 16 öld, er söguhetjan finni sem flakkar um Evrópu og hittir margar sögufrægar persónur þess tíma og endar í Konstatínópel í vinnu fyrir Tyrkjaveldi). Mika Waltari var einnig um tíma meðlimur frjálslyndu bókmenntastefnunnar Tulenkantajat, þó að pólitísku og félagslegu skoðanir hans væru síðar íhaldssöm. Hann giftist 1931 og eignaðist dóttur, Satu, sem einnig varð rithöfundur.
Frá 1930 og framyfir 1940 vann Mika sem blaðamaður og gagnrýnandi, skrifaði fyrir fjölda dagblaða og tímarita og ferðaðist víða um Evrópu. Hann ritstýrði tímaritinu Suomen Kuvalehti. Á sama tíma skrifaði hann bækur í mörgum flokkum og fór auðveldlega á fráeinni stefnu til annarrar. Hann hafði mjög stranga tímaáætlun og vinnusiðfræði. Því hefur verið haldið fram að hann þjáðist líka af svefnleysi og þunglyndi, jafnvel svo að hann hafi þurft spítalameðferð. Hann tók þátt, og vann oft í bókmenntakeppnum til að sanna gæði verka sinna gegn gagnrýnendum sínum. Í einni af þessum keppnum kom fram ein af hans vinsælustu sögupersónum, Palmu (Komisario Frans J. Palmu), þumbaralegur spæjari í lögreglu Helsinki, sem kom fram í þremur spæjarasögum, sem allar voru garðar að mynd (fjórða myndin var gerð án aðkomu Mika Waltari). Hann skrifaði einnig vinsæla teiknimyndasögu Kieku ja Kaiku og skrifaði Aiotko kirjailijaksi, handbók fyrir upprennandi rithöfunda sem hafði áhrif á marga yngri rithöfunda svo sem Kalle Päätalo.[1]
Á meðan á Vetrarstríðinu stóð (1939–1940) og Framhaldsstríðnu (1941–1944) stóð vann Mika í upplýsingamiðstöð ríkisins, og nýtti rithæfileika sína í pólítískan áróður. Árið 1945 var gefin út fyrsta og vinsælast sögulega skáldsaga hans, Egyptinn. Þema hennar á spillingu húmanískra gilda í efnishyggjuheimi virtist athuglisverð í kjölfar heimsstyrjaldarinnar, og bókin varð alþjóðleg metsölubók og var grundvöllur Hollywood myndar með sama nafni 1954. Hann skrifaði sjö aðrar sögulegar skáldsögur, settar á ýmsum tímum. Í þessum skáldsögum, tjáði hann sig kröftuglega með grundvallar svartsýni hans og einnig, í tveimur skáldsögum settum í Rómaveldi, sína kristnu sannfæringu. Eftir stríðið skrifaði hann nokkrar smásögur. Hann varð meðlimur finnsku vísindaakademíunni 1957 og fékk heiðursgráðu við háskólann í Turku 1970. [2] [2][3]
Waltari var einn af afkastamestu finnsku rithöfundunum. Hann skrifaði að minnsta kosti 29 skáldsögur, 15 smásögur, 6 sagnasöfn (sögur og ævintýri), 6 söfn af ljóðum og 26 leikrit, auk sjónvarpsleikrita, útvarpsleikrita, non-fiction, þýðingar, og hundruð umsagna og greina. Hann er alþjóðlega þekktastur finnskra rithöfunda, og verk hans hafa verið þýdd á meir en 30 tungumál.[1]
Viðurkenningar
[breyta | breyta frumkóða]Waltari fékk bókmenntaverðlaun ríkisins fimm sinnum: 1933, 1934, 1936, 1949, og 1953. Hann fékk Ljónsorðu Finnlands (Suomen Leijonan Pro Finlandia-mitali (SL PF)) 1952.[4]
á 100 ára afmæli Mika Waltari var fagnað með því að hafa rithöfundinn sem aðal mótíf fyrir minningarmynt; €10 gerða 2008. Bakhliðin hefur mynd af varðhundi Faraós sem vísun í fræga bók hans. Framhliðin er skreytt undirskrift Waltari og stílfærðum pennaoddi til tákns um fjölbreytileika rita hans.
Minnismerki til heiðurs Mika Waltari í Töölö eftir Veikko Hirvimäki var opinberað 1985.[5]
Tvö smástirni hafa verið nefnd til heiðurs Waltari: n:o 4266 Mika Waltari og n:o 4512 Sinuhe.[2]
Skáldsögur (þýddar á íslensku)
[breyta | breyta frumkóða]- Hver myrti frú Kroll? (Kuka murhasi rouva Skrofin?, 1939, Ólafía G. Jónsdóttir þýddi 1939)
- Katrín Mánadóttir (Kaarina Maununtytär, 1942, Sigurður Einarsson þýddi (úr sænsku) 1948)
- Drottningin á dansleik keisarans (Tanssi yli hautojen, 1944, Sigurður Einarsson íslenzkaði 1949)
- Egyptinn : fimmtán bækur : úr ævisögu egypzka læknisins Sínúhe á árunum 1390-1335 f. Kr. (Sinuhe egyptiläinen, 1945, Björn O. Björnsson þýddi 1952)
- Ævintýramaðurinn Mikael Karvajalka : hans æsku forlög og furður víðsvegar um lönd allt til ársins 1527, af honum sjálfum dyggilega frá skýrt í tíu bókum (Mikael Karvajalka, 1948, Björn O. Björnsson þýddi 1956)
- Förusveinninn : með Stór-Tyrkjanum (Mikael Hakim, 1949, Björn O. Björnsson þýddi 1961 -1962)(í raun framhald af Ævintýramaðurinn Mikael Karvajalka)
Leikrit
[breyta | breyta frumkóða]- Paracelsus í Basel (Paracelsus Baselissa, 1943, þýðing Áslaug Árnadóttir 1980)
Smásögur
[breyta | breyta frumkóða]- Blekkingin mikla (Kafli úr bókinni "Suuri illusioni", Sveinn Sigurðsson þýddi 1938)*[1]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ 1,0 1,1 1,2 1,3 Liukkonen, Petri. „Mika Waltari“. Authors Calendar. Finland.
- ↑ 2,0 2,1 2,2 Envall, Markku. „Waltari, Mika (1908 - 1979)“. Kansallisbiografia. Biografiakeskus, Suomalaisen Kirjallisuuden Seura. Sótt 25. október 2015.
- ↑ Haavikko Ritva (ed.): Mika Waltari - ihmisen ääni nöyryys ja intohimo. WSOY 1978, ISBN 951-0-08913-3
- ↑ „Waltari Mika“ (finnska). Yle. Afrit af upprunalegu geymt þann 9 maí 2017. Sótt 5. september 2016.
- ↑ „Kuningasajatus / The Leading Thought (The Mika Waltari Memorial)“. Helsinki Art Museum. Afrit af upprunalegu geymt þann 5. mars 2016. Sótt 25. október 2015.
Ytri tenglar
[breyta | breyta frumkóða]- Kynning á ensku við WSOY Geymt 30 september 2007 í Wayback Machine
- Mika Waltari Félagið (á finnsku)
- The Diary Junction Blog
- Two separate worlds? Gender in the authorial image, works and reception of author Mika Waltari between the years 1925 and 1939 (PhD thesis á finnsku með samantekt á ensku)
- Mika Waltari in 375 humanists 06.03.2015, Faculty of Arts, University of Helsinki
- Seija Aunila: Mika Waltari 100 vuotta. Ylen Elävä arkisto.
- Waltari-kartta Geymt 11 febrúar 2012 í Wayback Machine.
- Helena Pilke: Miehet, naiset ja Mika W.[óvirkur tengill] Ritdómur um bókina: Järvelä, Juha: Waltari ja sukupuolten maailmat. Helsinki 2013. (Agricolan arvostelujulkaisu 22.4.2013)
- Mika Waltari 375 humanistia -sivustolla 6.3.2015, Háskólinn í Helsinki, listadeild
- Kevytmielinen keskiluokka Jukka Kemppinen 2007
- Lasse Lehtinen: Mika Waltari skrifaði Ailille: ”Oma, pieni, suloinen” SK 20/2016