[go: up one dir, main page]

Fara í innihald

Marianne

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stytta af Marianne.

Marianne er þjóðgervingur franska lýðveldisins. Marianne er sýnd sem kona með rauða frygíska húfu (bonnet rouge) á höfði en slíkar húfur voru eitt einkennistákna franskra byltingarmanna. Stundum er hún einnig sýnd með lárvirðarsveig og olíuviðargrein í hendi.[1] Marianne er holdgervingur gilda franska lýðveldisins sem talin eru í kjörorðum landsins; „Frelsi, jafnrétti, bræðralag“. Hún er mikilvægt tákn lýðveldishyggju, frjálslyndis og lýðræðis í Frakklandi.

Marianne er áberandi í minnismerkjum og mannvirkjum frönsku lýðveldanna. Hún er táknræn fyrir sigra lýðveldisins en Sigur lýðveldisins (Le Triomphe de la République) er einmitt nafnið á styttu af Marianne á torginu Place de la Nation í París. Myndir af Marianne hafa birst á ýmsum opinberum skjölum, frímerkjum og myntum í Frakklandi.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Útlendar frjettir frá nýári 1883 til ársloka“, Skírnir (01.01.1884), bls. 70.