Moksha
Útlit
Moksha er í Vedískum trúarbrögðum, líkt og Hindúisma, frelsun andans úr viðjum efnisheimsins, ófullkomnunar hans og þjáningunni sem hún veldur. Með því að öðlast Moksha losnar andinn undan sífelldri endurfæðingu inn í efnisheiminn og öðlast alsæla hvíld við guðdómlega uppsprettu veruleikans. Slík guðdómleg hvíld er þó ekki eilíf, heldur getur andinn aftur kosið að endurfæðast eftir mjög langan tíma, þá oftast í þeim tilgangi að hjálpa öðrum mannverum á braut til að öðlast Moksha (sjá hugtakið Guru). Menn geta öðlast Moksha með því að þroska vitund sína á hærra svið gegnum hugleiðslu, kúndalíní vakningu og aðrar andlegar iðkanir.