Míkhaíl Míshústín
Útlit
Míkhaíl Míshústín | |
---|---|
Михаил Мишустин | |
Forsætisráðherra Rússlands | |
Núverandi | |
Tók við embætti 16. janúar 2020 | |
Forseti | Vladímír Pútín |
Forveri | Dmítríj Medvedev |
Persónulegar upplýsingar | |
Fæddur | 3. mars 1966 Lobnja, Moskvufylki, rússneska sovétlýðveldinu, Sovétríkjunum |
Þjóðerni | Rússneskur |
Stjórnmálaflokkur | Sameinað Rússland[1] |
Háskóli | STANKIN |
Undirskrift |
Míkhaíl Vladímírovítsj Míshústín (f. 3. mars 1966) er rússneskur stjórnmálamaður og núverandi forsætisráðherra Rússlands.
Míshústín hefur starfað í rússneska stjórnarráðinu frá árinu 1998.[2] Hann varð ríkisskattstjóri árið 2010 og gegndi því embætti þar til Vladímír Pútín Rússlandsforseti útnefndi Míshústín í embætti forsætisráðherra 16. janúar 2020. Útnefning Míshústíns kom í kjölfar þess að Dmítríj Medvedev forsætisráðherra sagði af sér ásamt stjórn sinni til að gefa Pútín meira svigrúm til að gera stjórnarskrárbreytingar sem eiga að færa völd frá forsetaembættinu til forsætisráðherrans og ríkisráðsins.[3]
Rússneska dúman samþykkti útnefningu Míshústíns með öllum greiddum atkvæðum þann 16. janúar.[4]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Мишустин Михаил Владимирович“. Afrit af uppruna á 31. desember 2021. Sótt 12. janúar 2022.
- ↑ „Pútín velur nýjan forsætisráðherra“. Varðberg. 15. janúar 2020. Sótt 18. janúar 2020.
- ↑ Atli Ísleifsson (16. janúar 2020). „Stefnir í að Mishustin verði næsti forsætisráðherra Rússlands“. Vísir. Sótt 18. janúar 2020.
- ↑ Þórgnýr Einar Albertsson (16. janúar 2020). „Rússar fá nýjan forsætisráðherra“. Vísir. Sótt 18. janúar 2020.
Fyrirrennari: Dmítríj Medvedev |
|
Eftirmaður: Enn í embætti |
Þetta æviágrip sem tengist Rússlandi og stjórnmálum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.