Lillian Gish
Útlit
Lillian Diana Gish (14. október 1893 – 27. febrúar 1993) var bandarísk leikkona sem starfaði jafnt á sviði, í kvikmyndum og sjónvarpi. Leiklistarferill hennar spannaði 75 ár, eða frá 1912-1987.
Lillian var stjarna í Hollywood á öðrum og þriðja áratug 20. aldar, og helst fyrir leik sinn í myndum leikstjórans D.W. Griffith, en hún lék t.d. aðalhlutverkið í mynd hans Birth of a Nation (1915). Hún er einnig fræg fyrir að hafa leikið í hinni frægu kvikmynd, og einu kvikmynd, leikstjórans Charles Laughton, The Night of the Hunter (Nótt veiðimannsins). Lillian lauk svo ferli sínum með því að leika á móti Bette Davis í The Whales of August sem Lindsay Anderson leikstýrði.